Rannveig Tryggvadóttir í Anarkíu

Litirnir vega salt er titill myndlistarsýningar Rannveigar Tryggvadóttur sem opnar í Anarkíu listasal í Kópavogi laugardaginn 25. júlí. Nær öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári, flest með olíu á striga. „Allar mínar myndir eru borgar- eða landslagsmyndir, ómeðvituð túlkun útfrá litum, formum og mynstri sem ég sé allstaðar; ljós og skuggamyndir, hvernig skuggar falla og birtan endurvarpast, hvernig ljósið fellur í stafi,“ segir Rannveig.

Rannveig Tryggvadóttir stundaði nám við Högskolan för design och konsthantverk í Gautaborg og úrskrifaðist með MFA-próf ári 1988. Hún hefur látið til sín taka í leirlist, rak eigin keramikvinnustofu 1990-2013 og hefur sýnt keramik á þremur einkasýningum og tekið þátt í fjölda samsýninga. Á síðustu árum hefur Rannveig snúið sér meira að málverki, hún lagði stund á málun í Myndlistarskóla Kópavogs 2003-2005 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða, bæði hérlendis og í Danmörku og á Ítalíu, m.a. masterclass-námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og Serhiy Savchenko. Þetta er þriðja málverkasýning hennar en hún hefur einnig sýnt verk sín á nokkrum samsýningum.

Opnunin verður eins og fyrr segir laugardaginn 25. júlí kl. 15-18 en sýningn stendur til 16. ágúst.
Anarkía listasalur er til húsa að Hamraborg 3 í Kópavogi (aðkoma að norðanverðu, frá Skeljabrekku).
Anarkía er opin kl. 15-18, alla daga nema mánudaga.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karlakór Kópavogs með Kristjáni Jóhannssyni í Hörpu 07.12.2014
birnir
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Leikfélag Kópavogs
Kópavogsdagar2
oli_740_400
Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Samkor_Kopavogs
formadur