Rannveig Tryggvadóttir í Anarkíu

Litirnir vega salt er titill myndlistarsýningar Rannveigar Tryggvadóttur sem opnar í Anarkíu listasal í Kópavogi laugardaginn 25. júlí. Nær öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári, flest með olíu á striga. „Allar mínar myndir eru borgar- eða landslagsmyndir, ómeðvituð túlkun útfrá litum, formum og mynstri sem ég sé allstaðar; ljós og skuggamyndir, hvernig skuggar falla og birtan endurvarpast, hvernig ljósið fellur í stafi,“ segir Rannveig.

Rannveig Tryggvadóttir stundaði nám við Högskolan för design och konsthantverk í Gautaborg og úrskrifaðist með MFA-próf ári 1988. Hún hefur látið til sín taka í leirlist, rak eigin keramikvinnustofu 1990-2013 og hefur sýnt keramik á þremur einkasýningum og tekið þátt í fjölda samsýninga. Á síðustu árum hefur Rannveig snúið sér meira að málverki, hún lagði stund á málun í Myndlistarskóla Kópavogs 2003-2005 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða, bæði hérlendis og í Danmörku og á Ítalíu, m.a. masterclass-námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og Serhiy Savchenko. Þetta er þriðja málverkasýning hennar en hún hefur einnig sýnt verk sín á nokkrum samsýningum.

Opnunin verður eins og fyrr segir laugardaginn 25. júlí kl. 15-18 en sýningn stendur til 16. ágúst.
Anarkía listasalur er til húsa að Hamraborg 3 í Kópavogi (aðkoma að norðanverðu, frá Skeljabrekku).
Anarkía er opin kl. 15-18, alla daga nema mánudaga.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð