Rannveig Tryggvadóttir í Anarkíu

Litirnir vega salt er titill myndlistarsýningar Rannveigar Tryggvadóttur sem opnar í Anarkíu listasal í Kópavogi laugardaginn 25. júlí. Nær öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári, flest með olíu á striga. „Allar mínar myndir eru borgar- eða landslagsmyndir, ómeðvituð túlkun útfrá litum, formum og mynstri sem ég sé allstaðar; ljós og skuggamyndir, hvernig skuggar falla og birtan endurvarpast, hvernig ljósið fellur í stafi,“ segir Rannveig.

Rannveig Tryggvadóttir stundaði nám við Högskolan för design och konsthantverk í Gautaborg og úrskrifaðist með MFA-próf ári 1988. Hún hefur látið til sín taka í leirlist, rak eigin keramikvinnustofu 1990-2013 og hefur sýnt keramik á þremur einkasýningum og tekið þátt í fjölda samsýninga. Á síðustu árum hefur Rannveig snúið sér meira að málverki, hún lagði stund á málun í Myndlistarskóla Kópavogs 2003-2005 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða, bæði hérlendis og í Danmörku og á Ítalíu, m.a. masterclass-námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og Serhiy Savchenko. Þetta er þriðja málverkasýning hennar en hún hefur einnig sýnt verk sín á nokkrum samsýningum.

Opnunin verður eins og fyrr segir laugardaginn 25. júlí kl. 15-18 en sýningn stendur til 16. ágúst.
Anarkía listasalur er til húsa að Hamraborg 3 í Kópavogi (aðkoma að norðanverðu, frá Skeljabrekku).
Anarkía er opin kl. 15-18, alla daga nema mánudaga.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn