Rannveig Tryggvadóttir í Anarkíu

Litirnir vega salt er titill myndlistarsýningar Rannveigar Tryggvadóttur sem opnar í Anarkíu listasal í Kópavogi laugardaginn 25. júlí. Nær öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári, flest með olíu á striga. „Allar mínar myndir eru borgar- eða landslagsmyndir, ómeðvituð túlkun útfrá litum, formum og mynstri sem ég sé allstaðar; ljós og skuggamyndir, hvernig skuggar falla og birtan endurvarpast, hvernig ljósið fellur í stafi,“ segir Rannveig.

Rannveig Tryggvadóttir stundaði nám við Högskolan för design och konsthantverk í Gautaborg og úrskrifaðist með MFA-próf ári 1988. Hún hefur látið til sín taka í leirlist, rak eigin keramikvinnustofu 1990-2013 og hefur sýnt keramik á þremur einkasýningum og tekið þátt í fjölda samsýninga. Á síðustu árum hefur Rannveig snúið sér meira að málverki, hún lagði stund á málun í Myndlistarskóla Kópavogs 2003-2005 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða, bæði hérlendis og í Danmörku og á Ítalíu, m.a. masterclass-námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og Serhiy Savchenko. Þetta er þriðja málverkasýning hennar en hún hefur einnig sýnt verk sín á nokkrum samsýningum.

Opnunin verður eins og fyrr segir laugardaginn 25. júlí kl. 15-18 en sýningn stendur til 16. ágúst.
Anarkía listasalur er til húsa að Hamraborg 3 í Kópavogi (aðkoma að norðanverðu, frá Skeljabrekku).
Anarkía er opin kl. 15-18, alla daga nema mánudaga.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar