Reebok fitness kemur þér í form

Hreyfing er okkur nauðsynleg til að viðhalda almennu heilbrigði. Hver kannast ekki við að fara út og ganga rösklega í roki og rigningu og finna kraft og vellíðan sem fylgir því. Mælt er með einhverri hreyfingu útivið, eða þá að kíkja á hlaupabrettið hjá Reebok fitness.

Róleg og hófleg breyting á lífsstíl er af hinu góða. Þá er meiri líkur á að árangur haldist og verði varanlegur. Allar öfgar eru dæmdar til að mistakast.  Flesta langar í eitthvað tiltekið „form“ eða þá að verða heilbrigðir og geta hreyft sig vandræðalaust. Þegar fer að vora erum við Íslendingar dugleg að setja okkur markmið um það sem okkur langar að geta gert. Það getur verið að ganga á fjöll, skokka, stunda hjólreiðar og margt fleira. Mestu máli skiptir að líða vel og vera sátt(-ur) og ánægð(-ur) með sjálfa(-n= sig og rífa sig ekki endalaust niður heldur gera hlutina á eigin forsendum.

Á döfinni

Eftir páska verður boðið upp á námskeið í KarlaYoga og SúperPÚL fyrir konur í Kópavogslaug Þessi námskeið verða auglýst mjög fljótlega.

Nýtt og spennandi

Á vormánuðum kemur inn nýtt námskeið sem er mjög spennandi og verður auglýst vel. Utanvega hlaupahópur er einnig nýtt og brakandi ferskt námskeið sem Hinrik hlaupasnillingur verður með í Urðarhvarfi. Sumartafla Reebok Fitness kemur fljótlega inn og tekur gildi frá 1. júní – 31. ágúst.

Fljótlega verður kynnt glæný tafla fyrir haustið 2019 þar sem nýir hóptímar og námskeið verða kynnt. 

Einkaþjálfun

Einkaþjálfun er frábær valkostur og hentar öllum, bæði þeim sem eru að hefja átak og hinum sem eru lengra komnir. Reebok fitness er með fjöldan allan af einkaþjálfurum. Fyrir þá sem eru að byrja er einkaþjálfun góð leið til að tryggja að æfingar séu gerðar rétt og settar saman á þann hátt að þjálfunin skili sem bestum árangri. Auk þess er hægt að fá sérsniðin matarplön. Stundum dugar að fara í einn tíma og fá mælingu og kennslu á tæki. Aðrir þurfa meira aðhald. Mjög vinsælt er að vera í hópþjálfun hjá einkaþjálfara tvisvar til þrisvar sinnum í viku.

Kostir Reebok fitness:

  • Frábært fólk sem tekur vel á móti öllum
  • Þjálfarar sem miðla gleði og þekkingu af ástríðu
  • Aðgengileg öllum
  • Engin binding og fyrir alla

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn