Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Reebok fitness verða nánast gegnt hvor annarri í Kópavoginum eftir áramótin. Reebok fitness opnar líkamsræktarstöð við Urðarhvarf í Kópavogi í janúar á næsta ári. Þar skammt frá, í Ögurhvarfi, er World Class með 700 fermetra stöð. Reebok fitness stöðin verður 1.500 fermetra stór, samkvæmt auglýsingaborða sem tilkynnir komu stöðvarinnar í Urðarhvarfið.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.