Æskilegt er að sem flestir komi hjólandi til messu í Digraneskirkju á sunnudaginn, 11. maí, því þá verður haldin svokölluð hjólreiðamessa. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson, reiðhjólamaður og organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir, hjólreiðakona. Drengjakór íslenska lýðveldisins syngur í messuni.