Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar er jákvæður um 652 milljónir króna, samkvæmt hálfs árs uppgjöri.

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar er jákvæður um 652 milljónir króna, samkvæmt hálfs árs uppgjöri bæjarins, en áætlað var að hann yrði 63 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Munurinn skýrist fyrst og fremst af rúmlega 400 milljóna króna gengishagnaði og um 105 milljóna króna tekjum vegna úthlutunar á byggingarrétti fyrstu sex mánuði ársins.

 

Rekstrarafgangur fyrstu 6 mánuðina í Kópavogi. Mynd: kopavogur.is
Mynd: kopavogur.is

Uppgjörið var kynnt í bæjarráði í morgun og síðan sent Kauphöll Íslands.

Skuldir Kópavogsbæjar hafa lækkað um rúma tvo milljarða frá áramótum að því er fram kemur í uppgjörinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á niðurgreiðslu skulda undanfarin misseri til að lækka vaxtagjöld og auka svigrúm í rekstrinum. Skuldahlutfall bæjarins, þ.e.a.s. skuldir á móti tekjum, hefur lækkað úr 206% um áramótin niður í 197% nú um mitt ár, að gefnum tilteknum forsendum, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að