Rekstur Kópavogs heldur áfram að batna. „Sótt í vasa barnafjölskyldna,“ segir Samfylkingin.

Rekstur Kópavogsbæjar heldur áfram að batna og er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði um 642 milljónir króna á næsta ári. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2014 sem meirihlutinn lagði fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Þar er lagt til að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði verði lækkaður annað árið í röð og að skuldir verði áfram lækkaðar um rúma tvo milljarða að teknu tilliti til verðbóta.

Heildarútgjöld bæjarins verða skv. áætluninni 21,4 milljarðar króna á næsta ári en tekjur 22 milljarðar.
Heildarútgjöld bæjarins verða skv. áætluninni 21,4 milljarðar króna á næsta ári en tekjur 22 milljarðar.

Í áætluninni er gert ráð fyrir að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki úr 0,29% í 0,27% eða um tæp 7%. Þessi sami skattur var lækkaður um 9,4% á þessu ári. Einnig er lagt til að vatnsskattur lækki, sömuleiðis annað árið í röð, og nú úr 0,12% af fasteignamati í 0,10%. Áður lækkaði hann um 11,1%. Þetta þýðir svo dæmi sé tekið að fasteignagjöld á 134 fermetra íbúð lækkar í krónum talið um rúmlega 30 þúsund krónur frá álagningarárinu 2012, miðað við fasteignamat ársins 2014. Aðrir skattar og gjöld verða óbreytt á milli ára eða hækka í samræmi við vísitölu fjárhagsáætlunarinnar.

Lækkun skulda á næsta ári er í takt við þá stefnu að leggja megin áherslu á niðurgreiðslu lána. Samkvæmt áætluninni verður skuldahlutfallið, þ.e.a.s. skuldir á móti rekstrartekjum, í lok næsta árs 189% en í sveitarstjórnarlögum er miðað við að sveitarfélög hafi náð skuldahlutfallinu niður fyrir 150% í janúar 2023. Samkvæmt langtímaáætlun Kópavogsbæjar næst þetta hlutfall á árinu 2017, eða mun fyrr en lögin krefja.

Heildarútgjöld bæjarins verða skv. áætluninni 21,4 milljarðar króna á næsta ári en tekjur 22 milljarðar. Veltufé frá rekstri verða rúmir þrír milljarðar króna en það sýnir getu bæjarins til framkvæmda og niðurgreiðslu lána. Á næsta ári eru fyrirhugaðar nauðsynlegar framkvæmdir á borð við stækkun Hörðuvallaskóla, að klára nýjan leikskóla í Austurkór og þjónustuíbúðir fyrir fatlaða, svo dæmi séu nefnd.

Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er höfð til hliðsjónar við gerð áætlunarinnar en spáin gerir ráð fyrir 3% verðbólgu á árinu 2014, að því er fram kemur í yfirlýsingu.

„Sótt í vasa barnafjölskyldna.“ Samfylkingin segir forgangsröðun ranga.

Yirlýsing Samfylkingar af þessu tilefni er eftirfarandi:
„Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 kusu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa að vinna áætlun einir og án nokkurrar aðkomu annarra bæjarfulltrúa, né heldur höfðu nefndir bæjarins nokkuð um áætlunina að segja. Þetta eru gamaldags vinnubrögð og ekki líkleg til að ná bestum mögulegum árangri fyrir bæjarfélagið. Sveitarfélagið er heldur að rétta úr kútnum eftir erfið ár í kjölfar hruns bankakerfisins og má þakka það góðri og skynsamlegri fjármálastjórn á fyrrihluta þessa kjörtímabils. Forgangsröðun var skýr og jöfnuður leiðarljósið og samstarf var um gerð fjárhagsáætlunar út fyrir þann meirihluta sem þá ríkti í bæjarstjórn.

Í tillögum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa er lögð til svolítil lækkun fasteignagjalda sem kemur helst þeim til góða sem mest eiga. Þannig er gengið á tekjustofna sveitarfélagsins en aftur á móti er sótt meira í vasa barnafjölskyldna með því að hækka leikskólagjöld, dægradvöl og skólamáltíðir. Í tillögunum er ekkert sem bendir til að meirihlutinn ætli að bregðast við þeim mikla vanda sem nú ríkir á leigumarkaði.

Það er fagnaðarefni að nú er hægt að skila einhverju af því til baka sem þurfti að skera niður þegar fjármál bæjarins stóðu verst í lok síðasta kjörtímabils og byrjun þessa. Þá er mikilvægt að forgangsraða rétt og nota það svigrúm sem skapast til að jafna stöðu bæjarbúa. Lækkun fasteignagjalda sem skerðir tekjur bæjarins um tæpar 80 milljónir, árshátíð fyrir starfsfólk bæjarins upp á 19 milljónir og sérstyrkir íþróttafélaga upp á 4 milljónir eru dæmi um ranga forgangsröðun. Þessi verkefni þola bið.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu leggja fram breytingatillögur við síðari umræðu sem miðast að því að létta byrðar barnafjölskyldna með því að hækka ekki gjaldskrár í leik- og grunnskólum, tekinn verði upp systkinaafsláttur á skólamáltíðum og foreldrar sem eru með börn hjá dagforeldrum greiði sama gjald og á leikskóla. Þá munu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til hækkun á sérstakri fjárhagsaðstoð og síðast en ekki síst að 250 milljónir verði teknar frá til að byggja leiguíbúðir á almennum markaði.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn