„Réttarvörslukerfið engan vegin að standa sig og sendir síbrotamönnum tvöföld skilaboð,“ segir ráðgjafi á Stuðlum.

Davíð Bergmann Davíðsson,ráðgjafi hjá Stuðlum.
Davíð Bergmann Davíðsson,ráðgjafi hjá Stuðlum.

Ég var að rifja upp þegar ég var að vinna á útideildinni árið 1997. Þá var þar drengur sem var 16 ára sem ég hafði mikil afskipti af. Hann var komin með yfir 100 mál á málaskrá lögreglu og eina 3 refsidóma. Reyndar voru þeir allir skilorðsbundnir. Frestun á ákærum þýddi að hann rauf skilorðið ítrekað.

Það var ekki nokkur leið að stöðva viðkomandi á þeim tíma enda engin úrræði sem héltu honum. Hann er síbrotamaður í dag og er hættulegur.

Þetta ætti að kenna okkur að það verður að grípa inní með afgerandi hætti og vera með úrræði sem ráða við svona drengi, annars fer illa og afleiðingin verður ekki afturkræf.

Ég heimsótti einn á Litla Hraun fyrr í sumar. Hann var 14 ára þegar ég kynntist honum. Hann var allan tíman á leiðinni „one way ticket á Litla Hraun“ einfaldlega vegna þess að þau úrræði sem voru í boði áttu ekki séns í þennan dreng.

Hvað eigum við gera; fólkið í flíspeysunum á meðferðarheimilunum þegar við höfum engar valdbeitingarheimildir? Þessir sömu einstaklingar gátu verið að beita okkur ofbeldi. Síðan skýldu þeir sér á bak við reglugerðir og hótuðu að kæra okkur ef eitthvað var reynt á móti þeim.

Þau tvöföldu skilaboð sem hafa verið í gangi gagnvart þessum drengjum í gegnum árin hafa ekki virkað. Réttarvörslukerfið hefur líka engan veginn staðið sig.

Á meðan þessir einstaklingar tilheyra barnaverndarkerfinu sprengja þeir hvert úrræðið á fætur öðru og þeir komast upp með það. Ég held að stór þáttur í því sé vegna þess að það er ekki hefð á íslandi að dæma til meðferðar hjá dómstólum. Ef það væri gert hefðum við meðferðaraðilar miklu sterkara umboð til að takast á við þá, á sama tíma verður að vera til nógu sterkt úrræði sem getur haldið svona einstaklingum.

Samfélagið verður að ná sátt um að þessir einstaklingar eru til og að þeir eru ekki alltaf saklaus börn. Sumir eru farnir að þróa með sér alvarlega hegðunarröskun mjög ungir og fylgifiskur þess er oft ofbeldi og afbrot sem leiðir til fíkniefnaneyslu. Það verður mæta þeim þar sem þeir eru staddir annars verður þessi andfélagslega hegðun til á fullorðinsárum. Við höfum ótal dæmi sem sanna það í gegnum árin.

-Davíð Bergmann Davíðsson, ráðgjafi á Stuðlum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Handsalað
Geir Þorsteinsson
afmaeli
Lögregla
vigsla2
Forvarnarstyrkur2019
Screenshot-2023-10-04-at-06.47.02
Birkir Jón
selfjall_2