„Réttarvörslukerfið engan vegin að standa sig og sendir síbrotamönnum tvöföld skilaboð,“ segir ráðgjafi á Stuðlum.

Davíð Bergmann Davíðsson,ráðgjafi hjá Stuðlum.
Davíð Bergmann Davíðsson,ráðgjafi hjá Stuðlum.

Ég var að rifja upp þegar ég var að vinna á útideildinni árið 1997. Þá var þar drengur sem var 16 ára sem ég hafði mikil afskipti af. Hann var komin með yfir 100 mál á málaskrá lögreglu og eina 3 refsidóma. Reyndar voru þeir allir skilorðsbundnir. Frestun á ákærum þýddi að hann rauf skilorðið ítrekað.

Það var ekki nokkur leið að stöðva viðkomandi á þeim tíma enda engin úrræði sem héltu honum. Hann er síbrotamaður í dag og er hættulegur.

Þetta ætti að kenna okkur að það verður að grípa inní með afgerandi hætti og vera með úrræði sem ráða við svona drengi, annars fer illa og afleiðingin verður ekki afturkræf.

Ég heimsótti einn á Litla Hraun fyrr í sumar. Hann var 14 ára þegar ég kynntist honum. Hann var allan tíman á leiðinni „one way ticket á Litla Hraun“ einfaldlega vegna þess að þau úrræði sem voru í boði áttu ekki séns í þennan dreng.

Hvað eigum við gera; fólkið í flíspeysunum á meðferðarheimilunum þegar við höfum engar valdbeitingarheimildir? Þessir sömu einstaklingar gátu verið að beita okkur ofbeldi. Síðan skýldu þeir sér á bak við reglugerðir og hótuðu að kæra okkur ef eitthvað var reynt á móti þeim.

Þau tvöföldu skilaboð sem hafa verið í gangi gagnvart þessum drengjum í gegnum árin hafa ekki virkað. Réttarvörslukerfið hefur líka engan veginn staðið sig.

Á meðan þessir einstaklingar tilheyra barnaverndarkerfinu sprengja þeir hvert úrræðið á fætur öðru og þeir komast upp með það. Ég held að stór þáttur í því sé vegna þess að það er ekki hefð á íslandi að dæma til meðferðar hjá dómstólum. Ef það væri gert hefðum við meðferðaraðilar miklu sterkara umboð til að takast á við þá, á sama tíma verður að vera til nógu sterkt úrræði sem getur haldið svona einstaklingum.

Samfélagið verður að ná sátt um að þessir einstaklingar eru til og að þeir eru ekki alltaf saklaus börn. Sumir eru farnir að þróa með sér alvarlega hegðunarröskun mjög ungir og fylgifiskur þess er oft ofbeldi og afbrot sem leiðir til fíkniefnaneyslu. Það verður mæta þeim þar sem þeir eru staddir annars verður þessi andfélagslega hegðun til á fullorðinsárum. Við höfum ótal dæmi sem sanna það í gegnum árin.

-Davíð Bergmann Davíðsson, ráðgjafi á Stuðlum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar