Reykjanesbraut verði sett í stokk

Mynd: Ask arkitektar.

Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við Reykjanesbraut auk tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára. 

Niðurstaða keppninnar var kynnt nýverið og verðlaunahöfum veittar viðurkenningar. 

Svona gætu Lindir litið út. Mynd: Ask arkitektar.
Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu meðfram stokki Reykjanesbrautar. Mynd: Ask arkitektar.

Bæjarstjórn Kópavogs átti frumkvæðið að hugmyndasamkeppninni sem samþykkt var einum rómi í bæjarstjórn 11.maí, 2021.

Hugmyndasamkeppnin var unnin í samvinnu Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands. Markmið Kópavogsbæjar með samkeppninni var meðal annars að styrkja svæðiskjarnann í Smára og efla tengsl á milli svæða innan kjarnans fyrir alla ferðamáta. Verðlaunatillögur verða aðgengilegar á vef Kópavogsbæjar. 

Höfundar verðlaunatillögunnar eru ASK arkitektar ehf., Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ, Jakob Jakobsson, arkitekt FAÍ, aðstoð veittu: Anna Margrét Sigmundsdóttir, arkitekt FAÍ og Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ. 

Kópavogstorg. Mynd: Ask arkitektar.
Hrafnkell Proppé, Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ, Jakob Jakobsson, arkitekt FAÍ, aðstoð veittu: Anna Margrét Sigmundsdóttir, arkitekt FAÍ, Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Úr umsögn dómnefndar um verðlaunatillögu:

„Í tillögunni er Reykjanesbraut lögð í stokk á nær öllu samkeppnissvæðinu og þannig myndast fjöldi nýrra tenginga fyrir alla samgöngumáta og bætt hljóðvist. Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og verða hluti nýs gatna[1]nets sem fléttar svæðin saman á áreynslulausan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu meðfram stokki Reykjanesbrautar. … Hér er lögð fram hugrökk leið að því marki að skapa nýtt, mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Inngrip í Reykjanesbraut eru mikil og munu gerbreyta öllu yfirbragði svæðisins.“

Dómnefnd var skipuð eftirfarandi aðilum: Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur, formaður dómnefndar, fulltrúi Kópavogsbæjar Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar Birkir Einarsson, landslagsarkitekt FÍLA og  Hans-Olav Andersen, arkitekt FAÍ, MNA.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem