• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Reynir bakari íhugar að hætta rekstri

Reynir bakari íhugar að hætta rekstri
ritstjorn
02/02/2016

Reyni Carl Þorleifsson, eða „Reyni bakara,“ þarf varla að kynna en hann hefur rekið tvö bakarí í bænum; annað á Dalvegi og hitt í Hamraborg, í fjöldamörg ár. „Ég hóf þennan rekstur árið 1994 með fjölskyldu minni og opnaði við Dalveg því mér leist svo vel á skipulagið hér. Dalvegurinn var teiknaður upp sem lífæð Kópavogs og hér var gott að vera. Mér telst svo til að við séum elsta fyrirtækið sem er enn í rekstri við Kópavogsdalinn,“ segir Reynir kankvís. Á þessum tíma voru ekkert nema kál- og kartöflugarðar í nánasta nágrenni við Reyni bakara en fljótlega fór að sjást í húsgrunna og iðnaðarmenn á svæðinu í kring. Þeir urðu fastir gestir hjá Reyni og mæta reyndar margir hverjir enn á morgnana í kaffi og kleinu. Það gerir líka hópur eyjamanna en Reynir á sjálfur ættir að rekja til Vestmannaeyja. Fyrir nokkru síðan fékk Matís Reyni til að baka brauð úr byggi og repjuolíu sem slegið hefur í gegn og þá er súrdeigsbrauðið, sem er án gers og sykurs, gríðarlega vinsælt. „Þessi rekstur hefur vaxið og dafnað. Nú starfa 40 manns hjá fyrirtækinu. Þetta er orðið býsna stór vinnustaður,“ segir Reynir en verður síðan alvarlegur í bragði.

Salan dregist saman þegar beygju á innkeyrslu var lokað

„Umsvifin hafa aukist, jafnt og þétt, þar til fyrir rúmu ári að bærinn lét loka fyrir innkeyrslu á bílaplanið til okkar fyrir umferð vestur Dalveg.

Fyrir breytinguna á gatnamótunum í fyrra var hægt að beygja frá vinstri inn á bílaplanið til Reynis bakara. Mynd: ja.is

Fyrir breytinguna á gatnamótunum í fyrra var hægt að beygja frá vinstri, yfir Dalveg, inn á bílaplanið til Reynis bakara. Mynd: ja.is

Lok og læs. Eftir að hliði var komið upp sem varnar innkeyrslu þarf að keyra vestur Dalveg og inn á hringtorg og beygja síðan snögglega inn á bílaplanið til Reynis. Hann segir þessa einföldu breytingu hafa valdið sér miklu tjóni.

Lok og læs. Eftir að hliði var komið upp sem varnar innkeyrslu þarf að keyra vestur Dalveg og inn á hringtorg og beygja síðan snögglega inn á bílaplanið til Reynis. Hann segir þessa einföldu breytingu hafa valdið sér miklu tjóni.

Til þess að komast til okkar, ef þú keyrir vestur Dalveg, þarftu að keyra fram hjá Sorpu; fara inn á hringtorg sem kemur þar á eftir og skipta síðan snöggt um akgrein til að beygja inn á bílaplanið til okkar. Fáir ökumenn vilja leggja þetta á sig og þetta getur skapað stórkostlega hættu og árekstra sem við höfum orðið vitni að,“ segir Reynir og bætir við að bílaplanið hjá honum sé að breytast í umferðargötu. Ökumenn skjótist þar frekar inn til að stytta sér leið í gegnum Dalveg. Slíkt skapar slysahættu. „Það virðist sem verið sé að bíða eftir að hér verði stórslys áður en nokkuð verði að gert. Hver á að bera ábyrgð á því? Ég skil ekki af hverju verið er að búa til vandamál og slysagildru. Þetta gekk ágætlega eins og þetta var, þegar innkeyrslan var opin. Þetta eru einu gatnamótin við Dalveg þar sem er lokað fyrir að beygja. Í fyrra, um leið og þetta var gert, fóru umsvifin hjá mér að minnka. Mér reiknast svo til að á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs hafi salan dregist saman um 14 milljónir. Það munar um minna. Það hefur oft hvarflað að mér að loka þessu bara og hætta.“

Karl Eðvaldsson, deildarstjóri gatnadeildar Kópavogsbæjar, segir það hvorki vera á skipulagi né á áætlun að opna innkeyrsluna. „Dalvegurinn var lokaður fyrir vinstri beygjum út frá umferðaröryggi og umferðarflæði. Það er álitið hættulegt að taka vinstri beygjur inn eða út af svona umferðarmiklum götum, sérstaklega þar sem það eru tvær akreinar í sömu átt. Út frá þessum forsendum þá var lokað fyrir vinstri beygjum inn og út af Dalveg. Þar af leiðandi stendur ekki til að breyta út frá fyrri framkvæmdum,“ segir Karl.

Reynir bakari segir embættismenn bæjarins ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. „Ég hef safnað nokkur hundruð undirskriftum og talað við alla sem mér hefur dottið í hug hjá bænum. Það sýna allir skilning. En, það gerist ekki neitt. Sinnuleysið er hvimleitt og fer ákaflega í taugarnar á mér. Það sem ég vil sjá í Kópavogi í næstu kosningum er að það verði þá ekki eingöngu kosið í bæjarstjórn heldur verði embættismenn bæjarins einnig kosnir í beinni kosningu. Margir hafa setið í yfir 20 ár. Það þarf að yngja upp til þess að opna fyrir ferskari hugmyndir. Með því að kjósa beint í öll embætti yrðu menn ábyrgari gerða sinna.“

Efnisorðefst á baugireynir bakariskipulag
Fréttir
02/02/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugireynir bakariskipulag

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.