Rífandi stemning í hópgöngu á Símamótinu


Eins og venja er þá var gengið fylktu liði frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli þar sem Símamótið í knattspyrnu stúlkna var sett. Rífandi stemning var í göngunni sem leidd var af lúðrasveit Kópavogs.