RIFF verður aftur í Kópavogi

RIFF – kvikmyndahátíðin verður aftur í Kópavogi í haust en lista- og menningarráð bæjarins hefur ákveðið að styrkja hátíðina um 3,5 milljónir króna. Dagskráin í Kópavogi verður kynnt er nær dregur en sérviðburðir verða eins og í fyrra í menningarhúsum bæjarins. Stefnt er á að hafa viðburði meðal annars í  Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs og Molanum.

Dagskráin í Kópavogi er eins og síðast unnin í nánu samstarfi RIFF og forstöðumanna menningarhúsa Kópavogsbæjar.  Einnig er stefnt að því að ungmenni í grunnskólum Kópavogs fái leiðsögn og kennslu í kvikmyndagerð, líkt og í fyrra. Þá var haldið námskeið sem lauk með frumsýningu á stuttmyndum í Smárabíói á RIFF-hátíðinni. Áhersla verður lögð á kvikmyndalistina, fræðslu sem og samspil kvikmynda við þær listgreinar sem menningarhús bæjarins endurspegla.

„Þetta er í annað sem Kópavogur tekur þátt í RIFF. Hátíðin í fyrra heppnaðist einstaklega vel og var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg og viðburðir á borð við kvikmyndatónleika í Salnum mjög vel sóttir. Við hlökkum til að starfa áfram með RIFF í ár,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista – og menningarráðs Kópavogs.

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið. „Það var ánægjulegt hvað íbúar Kópavogs tóku vel í dagskrá RIFF í fyrra. Það hvetur okkur áfram í okkar starfi og við erum afar spennt fyrir því að vinna með menningarhúsum og skólum Kópavogs að nýju. Nú erum við að undirbúa komandi hátíð og hlökkum til að kynna dagskrána þegar nær dregur,“ segir Hrönn.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er einn af stærstu og fjölbreyttustu menningarviðburðum á Íslandi. RIFF leggur áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð. Hátíðin í ár er sú tólfta í röðinni og mun hún standa frá 24. september til 4. október.

sundbíó3

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að