Ringó er skemmtileg íþrótt

Mig langar að segja ykkur frá íþróttinni ringó.  Hvernig það kom til að íþróttafélagið Glóð hóf að spila ringó.

Sigríður Bjarnadóttir, formaður íþróttanefndar Glóðar.

Árið 2006 fóru þrír Glóðarfélagar, þau; Margrét Bjarnadóttir, formaður, Svana Svanþórsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir, varaformaður, á landsmót DGI í Haderslev á Jótlandi.  Þar kynntumst þær ringóinu og leiðbeinandanum Søren N Sørensen.  Þær urðu strax mjög hrifnar af íþróttinni. Vorið 2007 fengu þær Søren og konu hans Gudrunu til að koma og vera með námskeið fyrir okkur í Glóð.  Námskeiðið var haldið í Tennishöllinni sem margir sóttu.

Við félagarnir höfum spilað ringó tvisvar í viku og haft gagn og gaman af.  Farið hefur verið á vegum félagsins á ýmsa staði út um land til að kynna íþróttina og aðra starfsemi félagsins. Keppt hefur verið í ringói  á Landsmótum UMFÍ frá árinu 2009.  Þetta er skemmtileg íþrótt, sem allir geta lagt stund á. Eina sem þarf er 18x9m völlur sem skipt er með neti og hringir. Þettta er liðaíþrótt og geta verið 2-6 í liði. 

Fyrir þremur árum stofnuðu nokkur félög eldri ungmennafélaga til mótahalds um ringó.  Fyrsta mótið var haldið í Smáranum í Kópavogi í boði Íþróttafélagsins Glóðar.  Síðan þá hafa verið haldin mót í Borgarnesi í boði UMSB og á Hvolsvelli í boði HSK. Einnig buðu Mosfellingar til ringómóts 4. nóvember síðastliðinn: 

Úrslit urðu þessi:

1.  HSK           14 stig

2.  UMSB        12 stig  

3.  Glóð I           8 stig

4.  FaMos          6 stig

5.  Glóð II         0 stig

Guðríður Pétursdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir, Margrét Hjálmsdóttir, Sigriður Bjarnadóttir og Gísli Óskarsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar