Ringó er skemmtileg íþrótt

Mig langar að segja ykkur frá íþróttinni ringó.  Hvernig það kom til að íþróttafélagið Glóð hóf að spila ringó.

Sigríður Bjarnadóttir, formaður íþróttanefndar Glóðar.

Árið 2006 fóru þrír Glóðarfélagar, þau; Margrét Bjarnadóttir, formaður, Svana Svanþórsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir, varaformaður, á landsmót DGI í Haderslev á Jótlandi.  Þar kynntumst þær ringóinu og leiðbeinandanum Søren N Sørensen.  Þær urðu strax mjög hrifnar af íþróttinni. Vorið 2007 fengu þær Søren og konu hans Gudrunu til að koma og vera með námskeið fyrir okkur í Glóð.  Námskeiðið var haldið í Tennishöllinni sem margir sóttu.

Við félagarnir höfum spilað ringó tvisvar í viku og haft gagn og gaman af.  Farið hefur verið á vegum félagsins á ýmsa staði út um land til að kynna íþróttina og aðra starfsemi félagsins. Keppt hefur verið í ringói  á Landsmótum UMFÍ frá árinu 2009.  Þetta er skemmtileg íþrótt, sem allir geta lagt stund á. Eina sem þarf er 18x9m völlur sem skipt er með neti og hringir. Þettta er liðaíþrótt og geta verið 2-6 í liði. 

Fyrir þremur árum stofnuðu nokkur félög eldri ungmennafélaga til mótahalds um ringó.  Fyrsta mótið var haldið í Smáranum í Kópavogi í boði Íþróttafélagsins Glóðar.  Síðan þá hafa verið haldin mót í Borgarnesi í boði UMSB og á Hvolsvelli í boði HSK. Einnig buðu Mosfellingar til ringómóts 4. nóvember síðastliðinn: 

Úrslit urðu þessi:

1.  HSK           14 stig

2.  UMSB        12 stig  

3.  Glóð I           8 stig

4.  FaMos          6 stig

5.  Glóð II         0 stig

Guðríður Pétursdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir, Margrét Hjálmsdóttir, Sigriður Bjarnadóttir og Gísli Óskarsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn