Mig langar að segja ykkur frá íþróttinni ringó. Hvernig það kom til að íþróttafélagið Glóð hóf að spila ringó.
Árið 2006 fóru þrír Glóðarfélagar, þau; Margrét Bjarnadóttir, formaður, Svana Svanþórsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir, varaformaður, á landsmót DGI í Haderslev á Jótlandi. Þar kynntumst þær ringóinu og leiðbeinandanum Søren N Sørensen. Þær urðu strax mjög hrifnar af íþróttinni. Vorið 2007 fengu þær Søren og konu hans Gudrunu til að koma og vera með námskeið fyrir okkur í Glóð. Námskeiðið var haldið í Tennishöllinni sem margir sóttu.
Við félagarnir höfum spilað ringó tvisvar í viku og haft gagn og gaman af. Farið hefur verið á vegum félagsins á ýmsa staði út um land til að kynna íþróttina og aðra starfsemi félagsins. Keppt hefur verið í ringói á Landsmótum UMFÍ frá árinu 2009. Þetta er skemmtileg íþrótt, sem allir geta lagt stund á. Eina sem þarf er 18x9m völlur sem skipt er með neti og hringir. Þettta er liðaíþrótt og geta verið 2-6 í liði.
Fyrir þremur árum stofnuðu nokkur félög eldri ungmennafélaga til mótahalds um ringó. Fyrsta mótið var haldið í Smáranum í Kópavogi í boði Íþróttafélagsins Glóðar. Síðan þá hafa verið haldin mót í Borgarnesi í boði UMSB og á Hvolsvelli í boði HSK. Einnig buðu Mosfellingar til ringómóts 4. nóvember síðastliðinn:
Úrslit urðu þessi:
1. HSK 14 stig
2. UMSB 12 stig
3. Glóð I 8 stig
4. FaMos 6 stig
5. Glóð II 0 stig