Risastór kaka handa bæjarbúum í hádeginu

Mikil leynd hefur hvílt yfir gerð kökunnar sem verður afhjúpuð í hádeginu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Fannborg. Einhugur er á meðal kjörinna fulltrúa bæjarins að halda alvöru kökupartí í tilefni dagsins.

kakaEin stærsta kaka sem bökuð hefur verið hér á landi verður boðin bæjarbúum í hádeginu. Tilefnið er 90 ára afmæli bæjarins sem er í dag.

„Við leggjum allt í þetta,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. „Bæjarbúar eiga skilið alvöru köku á þessum timamótum. Við höfum fengið alla bakara bæjarins í lið með okkur sem hafa vakið og sofið yfir þessu síðustu nætur. Kakan nær yfir allt torgið hér í Fannborginni, fyrir utan bæjarskrifstofurnar, og verður fagurlega skreytt með merki Kópavogs. Bæjarbúar eru velkomnir í afmæliskökuna klukkan tólf,“ segir Ármann.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að