Ein stærsta kaka sem bökuð hefur verið hér á landi verður boðin bæjarbúum í hádeginu. Tilefnið er 90 ára afmæli bæjarins sem er í dag.
„Við leggjum allt í þetta,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. „Bæjarbúar eiga skilið alvöru köku á þessum timamótum. Við höfum fengið alla bakara bæjarins í lið með okkur sem hafa vakið og sofið yfir þessu síðustu nætur. Kakan nær yfir allt torgið hér í Fannborginni, fyrir utan bæjarskrifstofurnar, og verður fagurlega skreytt með merki Kópavogs. Bæjarbúar eru velkomnir í afmæliskökuna klukkan tólf,“ segir Ármann.