Rjómablíða og 20 stiga hiti í Smáralindinni (myndband)

Það er ljúf og afslöppuð stemning í Smáralindinni á Þorláksmessu og allir í jólaskapi. Guðrún Margrét Örnólfsdóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar, segir jólastemninguna þar vera frábæra. Ljúfir tónar heyrast á göngugötunni og jólasveinarnir eru aldrei langt undan. 

„Veðrið hérna inni hjá okkur skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir enda er hér alltaf rjómablíða í kringum 20 stiga hiti.  Það er nú ekki hægt að biðja um það betra,“ segir Guðrún Margrét.

Rjómablíða er í fallega skreyttri Smáralindinni þar sem ríkir afslöppuð og skemmtileg jólastemning.
Rjómablíða er í fallega skreyttri Smáralindinni þar sem ríkir afslöppuð og skemmtileg jólastemning.

-Var fólk eitthvað lengur að taka við sér í jólagjafainnkaupum í ár?

„Í ár fóru jólainnkaupin frekar rólega af stað en þau hafa svo sannarlega tekið við sér þegar líða tók á mánuðinn.  Þessi helgi var gífurlega stór og mikil verslun.  Dagurinn í dag er alltaf sá stærsti fyrir jólin og hlökkum við bara til að taka á móti gestum okkar með jólabros á vör.“

-Hvernig er hljóðið í verslunarfólki í Smáralindinni?

„Hljóðið er bara mjög gott í verslunarfólki enda stærsta helgi ársins rétt að baki og stærsti einstaki dagurinn í dag.  Það er alltaf stemning, líf og fjör þessa daga í verslunum og veitingastöðum.  Það skemmtilega við þessar daga er líka hve gaman er að sjá hvað fólk er afslappað.  Margir eru hreinlega bara að njóta aðventunnar þessa síðustu daga og hafa það huggulegt með fjölskyldunni.  Það er greinilega hægt að sjá í SmáraTÍVOLÍ og Smárabíó þar sem mikið hefur verið að gera undanfarið.“

-Er eitthvað sérstakt sem nýtur vinsælda þetta árið?

„Það er sem betur fer alltaf mikil breidd í jólagjöfunum. Föt, skart, skór, íþróttafatnaður og –fylgihlutir, raftæki, bækur og tónlist allt í bland.  Við höfum þó síðustu ár tekið eftir mjög mikilli aukningu í sölu gjafakorta Smáralindar enda er það tilvalin gjöf fyrir alla, óháð aldri og kyni.  Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Guðrún Margrét.

-Voruð þið að skipta um jólaskraut í Smáralindinni?

„Já, nú í ár var allt jólaskraut í Smáralind endurnýjað og hefur fengið mikið lof og athygli.  Ljósadýrðin er mikil og standa margir dolfallnir eða taka myndir í gríð og erg.  Við höfum fengið að heyra að jólaskrautið okkar standist vel samanburð við skreyttustu staði út í hinum stóra heimi.  Mörgæsirnar okkar hafa vakið verulega lukku hjá yngstu kynslóðinni þar sem þær spila og syngja fyrir alla sem á þær vilja heyra,“ segir Guðrún Margrét Örnólfsdóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar