• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Rótarýdagurinn 23. febrúar 2022

Rótarýdagurinn 23. febrúar 2022
ritstjorn
21/02/2022

Rótarýfélagar um allan heim halda sérstaklega upp á daginn 23. febrúar en Rótarýhreyfingin var stofnuð á þeim degi árið 1905. Rótarýdagurinn er gjarnan notaður til að vekja athygli á starfsemi hreyfingarinnar, ekki hvað síst í nærsamfélaginu.

Félagar úr Borgum að gróðursetja plöntur á Selfjalli.

Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi var stofnaður í janúar 2001 og hefur starfsemi klúbbsins verið blómleg alla tíð. Í klúbbnum eru um 75 félagar víðs vegar að úr samfélaginu í Kópavogi og fundar hann á fimmtudagsmorgnum í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum. Klúbburinn hefur alla tíð miðað því að hafa kynjahlutfall í klúbbnum sem jafnast. Í gegnum tíðina hefur klúbburinn styrkt ýmiss konar starfsemi í bæjarfélaginu, svo sem Skólahljómsveit Kópavogs, Tónlistarskóla Kópavogs og Fjölsmiðjuna auk þess sem klúbburinn hefur verðlaunað þann nemanda í MK sem hefur hæsta meðaleinkunn í verklegum greinum í Hótel- og veitingaskólanum við útskrift.

Á núverandi starfsári klúbbsins hefur klúbburinn veitt alls 2 milljónum króna í styrki til nokkurra aðila, þ.e. Arnarskóla, Sjúkraþjálfunar Sunnuhlíðar, Líknarsjóðs Lindakirkju, Covax samstarfsins og Blóðbankans til kaupa á nýjum blóðbankabíl.

Umhverfismál eru klúbbnum hugleikin og hafa klúbbfélagar árlega tekið til hendinni í Borgarholtinu kringum Kópavogskirkju og tínt rusl af miklum móð enda mikilvægt að halda umhverfi okkar snyrtilegu og lausu við rusl. Eitt af nýrri verkefnum klúbbsins er svo skógrækt en klúbburinn hefur fengið úthlutað vænni landspildu við Selfjall þar sem gróðursetning er nú þegar hafin. Er það von klúbbfélaga að geta í framtíðinni setið í skjóli trjánna og notið náttúrunnar í veðurblíðunni.

Rótarýklúbburinn Borgir mun halda upp á Rótarýdaginn með því að taka inn fjóra nýja öfluga félaga í klúbbinn og styrkja þar með enn frekar það góða starf sem fram fer á vegum klúbbsins.

EfnisorðBorgirefstRótarýRótarýdagurinn
Fréttir
21/02/2022
ritstjorn

EfnisorðBorgirefstRótarýRótarýdagurinn

Meira

  • Lesa meira
    Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn

    Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Nýr meirihluti í bæjarstjórn

    Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

    Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta...

    ritstjorn 19/05/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.