Ruslið okkar

Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.

Á undanförnum tveimur árum hefur sorphirðugjald í Kópavogi hækkað um 50% og er það  eingöngu vegna aukins sorpmagns. Aukinni velmegun fylgir aukið sorp. Við einfaldlega kaupum meira og hendum meira.

Ísland hefur skuldbundið sig á alþjóðavísu til að minnka það sorp sem fer til urðunar og það er ekki síst gert með aukinni flokkun sorps. Kópavogsbúum er nú gert auðvelt að flokka sorp meðal annars með því að nú má setja pappír og allt plast í bláu tunnu heimilisins.

Mikilvægt er að allir taki höndum saman, einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök, svo og stofnanir bæjarins og flokki sorp. Þeir sem nú þegar hafa hafið þessa vegferð eiga hrós skilið.
Þó að afar mikilvægt sé að við flokkum sorp sem allra mest er þó mikilvægast að minnka það sorp sem til verður. Það gerum við meðal annars með ábyrgum innkaupum og minni sóun, með því að nota sem minnst einnota og sem mest fjölnota. Þannig stuðlum við jafnframt að minnkuðu kolefnisspori og spornum við loftslagsbreytingum.

Nú þegar hátíð ljóss og friðar nálgast leitar hugurinn oft til þeirra sem minna mega sín, fátækra og sjúkra. Hugsum til barnanna okkar sem munu erfa landið og hugsum til fólksins í þeim heimshlutum sem verst verða úti vegna loftslagsbreytinga. Hugsum einnig til jarðarinnar sem má sér oft lítils vegna athafna okkar. Veltum fyrir okkur hvernig við getum með daglegum athöfum stuðlað að betri framtíð, betra umhverfi og heilbrigðari jörð. Með því að minnka sorp og sóun leggjum við lóð á þær vogaskálar.
Megi jólahátíðin færa ykkur gleði og frið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Arna Schram
ozzo_Kopavogur_0107_edit
ac2ff559-496c-4b40-b0db-0e516a8e1c4b
3-13
Karen
Kopavogsbaerinn
menningarhus
Jóhannes Birgir Jensson
Bergur