Ruslið okkar

Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.

Á undanförnum tveimur árum hefur sorphirðugjald í Kópavogi hækkað um 50% og er það  eingöngu vegna aukins sorpmagns. Aukinni velmegun fylgir aukið sorp. Við einfaldlega kaupum meira og hendum meira.

Ísland hefur skuldbundið sig á alþjóðavísu til að minnka það sorp sem fer til urðunar og það er ekki síst gert með aukinni flokkun sorps. Kópavogsbúum er nú gert auðvelt að flokka sorp meðal annars með því að nú má setja pappír og allt plast í bláu tunnu heimilisins.

Mikilvægt er að allir taki höndum saman, einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök, svo og stofnanir bæjarins og flokki sorp. Þeir sem nú þegar hafa hafið þessa vegferð eiga hrós skilið.
Þó að afar mikilvægt sé að við flokkum sorp sem allra mest er þó mikilvægast að minnka það sorp sem til verður. Það gerum við meðal annars með ábyrgum innkaupum og minni sóun, með því að nota sem minnst einnota og sem mest fjölnota. Þannig stuðlum við jafnframt að minnkuðu kolefnisspori og spornum við loftslagsbreytingum.

Nú þegar hátíð ljóss og friðar nálgast leitar hugurinn oft til þeirra sem minna mega sín, fátækra og sjúkra. Hugsum til barnanna okkar sem munu erfa landið og hugsum til fólksins í þeim heimshlutum sem verst verða úti vegna loftslagsbreytinga. Hugsum einnig til jarðarinnar sem má sér oft lítils vegna athafna okkar. Veltum fyrir okkur hvernig við getum með daglegum athöfum stuðlað að betri framtíð, betra umhverfi og heilbrigðari jörð. Með því að minnka sorp og sóun leggjum við lóð á þær vogaskálar.
Megi jólahátíðin færa ykkur gleði og frið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar