Rústuðu Norðurlandamótinu

Skák
Lið Hörðuvallarskóla bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Norðurlandamótinu í skák sem fram fór í Osló í síðustu viku. Hér sést liðið ásamt liðsstjóra, frá vinstri: Vignir Vatnar, Benedikt, Óskar, Sverrir, Arnar Milutin, Stephan og Gunnar.

Hörðuvallaskóli sigraði með miklum yfirburðum á Norðurlandamótinu í skólaskák, yngri flokki, sem haldið var í Osló í síðasta mánuði. Þess má geta að þeir unnu bæði Íslandsmeistaratitil í barnaskólaflokki (1.-7. bekkur) og grunnskólaflokki (8.-10. bekkur) síðastliðið vor og gátu því valið hvorn flokkinn þeir fóru í. Strákarnir höfðu tryggt sér sigurinn eftir fjórar viðureignir en á endanum fengu þeir 16,5 af 20 vinningum sem voru í boði.

Sveitina skipuðu Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Sverrir Hákonarson og Arnar Milutin Heiðarsson. Varamenn voru Óskar Hákonarson og Benedikt Briem en liðsstjóri var Gunnar Finnsson. Þeir Vignir, Sverrir og Arnar fengu allir borðaverðaun en þeir unnu allar sínar skákir í mótinu.  Álfhólsskóli, sem varð í 2. sæti í grunnskólaflokki, tók sæti þeirra í eldri flokki í Osló og varð í 3. sæti.

Þeir Arnar Milutin, Sverrir, Emil Skovgaard frá Danmörku og Vignir Vatnar fengu svokölluð borðaverð- laun. Arnar, Vignir og Sverrir unnu  allar sínar skákir og Emil sigraði í fjórum af fimm skákum.
Þeir Arnar Milutin, Sverrir, Emil Skovgaard frá Danmörku og Vignir Vatnar fengu svokölluð borðaverðlaun. Arnar, Vignir og Sverrir unnu allar sínar skákir og Emil sigraði í fjórum af fimm skákum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á