• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
Auðun Georg Ólafsson
16/12/2020
Þau Ísak og Gréta María vilja fá feður til að ræða um upplifanir sínar og reynslu af fæðingum barna sinna.

Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir „Fæðingarsögur feðra“. Markmiðið er að gefa sögurnar út í bók. Þau hófu söfnunina í nóvember í fyrra, nánar tiltekið á feðradaginn, og eru því að fagna eins árs afmæli verkefnisins um þessar mundir. Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar vilja þau fá feður til þess að ræða um upplifanir sínar og reynslu af fæðingum barna sinna. Hins vegar óska þau eftir að fá feður til að skrifa niður sínar sögur og senda til birtingar í bók sem þau hyggjast gefa út á næsta ári. Þannig vilja þau varðveita sögurnar og gefa fleirum tækifæri á að lesa þær. Sögurnar verða nafnlausar í bókinni en með hverri sögu verður birt fæðingarár föður og barns, auk fæðingarstaðar.

Gréta María er ljósmóðir og starfar á Landspítalanum og Ísak starfar sem verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki hér í Kópavogi. Saman eiga þau tvö börn, 3ja ára stelpu og dreng fæddan í ágúst á þessu ári.

Sjaldan rætt um fæðingu

Með verkefninu vilja þau Gréta og Ísak fá feður til að lýsa sinni upplifun af fæðingum barna sinna. Þau segjast hafa fundið strax í upphafi að margir foreldrar í kringum þau hafi ekki rætt fæðingu barna sinna sín á milli. „Það er algengast hjá vinum okkar sem eiga börn að báðir aðilar hafi verið viðstaddir fæðinguna. Það kann að vera ástæðan fyrir því að það er sjaldan sem fólk hefur rætt um fæðinguna og hvernig báðir aðilar upplifa ferlið. Það má með sanni segja að það að eignast barn sé eitt af því stærsta sem við sem manneskjur getum upplifað og því finnst okkur mikilvægt að við ræðum þetta og þá sérstaklega við þann sem er með okkur í ferlinu. Það á bæði við um góðu stundirnar, þar sem allt gengur vel upp, og einnig þær sem fara ekki eins og kannski vonast var eftir,“ segir Ísak.

Frábær viðbrögð

Gréta og Ísak halda utan um verkefnið á facebook síðu sinni: „Fæðingarsögur feðra.“ Þar er hægt að senda inn reynslusögur og einnig á netfangið: faedingarsogurfedra@gmail.com. Að auki halda þau úti síðu á Instagram undir sama nafni. Á þessum síðum er hægt að finna nánari upplýsingar um verkefnið og hafa samband við þau. Þau hvetja að sjálfsögðu alla til að fylgja þeim á samfélagsmiðlum. Á facebook síðunni má t.d. lesa þrjár áhugaverðar fæðingarsögur frá feðru.

„Viðbrögðin sem við höfum fengið við verkefninu eru hreint út sagt frábær. Við fengum sendar til okkar sögur strax á fyrsta sólarhringnum,“ segir Ísak. „Við viljum fá sem flestar sögur í verkefnið hvort sem þær eru stuttar, langar, skemmtilegar, fyndnar, erfiðar og allt þar á milli. Við viljum heyra af hefðbundnum fæðingum, heimafæðingum, keisaraskurðum, fæðingum í bílum, nýjum sögum, eldri sögum og sögur úr sveitum þessa lands, svona eins og þær voru hér áður fyrr. Það er pláss fyrir allar sögur í verkefninu,“ bætir hann við.

Hvað varðar útgáfudag bókarinnar svarar Ísak því til að það fari allt eftir því hvernig söfnunin gangi. „Okkur þykir ofboðslega vænt um þetta verkefni og sögurnar sem við okkur er treyst fyrir. Við ætlum að vanda okkur eins og við getum og munum gefa bókina út þegar við erum ánægð með innihald hennar. Við viljum að bókin verði eiguleg og falleg að innan sem utan.“

Markmiðið er að bókin nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á fæðingum, hvort sem það eru verðandi foreldrar eða þeir sem eiga börn fyrir. Ísak tekur það fram að þau hafi fengið fallegar kveðjur frá feðrum sem hafa notað þetta sem tækifæri til að ræða erfiðar tilfinningar eftir fæðingu og þyki þeim mjög vænt um þau skilaboð.

Þau Gréta og Ísak hvetja alla til að setjast niður og ræða um fæðingar barna sinna. Þau vona að fleiri feður skrifi niður sína fæðingarsögu og sendi þeim í verkefnið. „Það getur verið bæði áhugavert og gaman að skrifa niður sína sögu og varðveita,“ segir Ísak. „Sumir hlutir eiga það til að gleymast í ys og og þys hversdagsins. Það er saga að segja frá því þegar maður kom í heiminn. Þekkja allir sína sögu?“

Efnisorðfeaturedmannlíf
Mannlíf
16/12/2020
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðfeaturedmannlíf

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
  • Lesa meira
    Leikskólar í Kópavogi í máli og myndum

    Myndbönd sem kynna starf og áherslur allra leikskólanna í Kópavogi eru nú aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Í þeim segja...

    ritstjorn 30/06/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Fagleg og gagnsæ vinnubrögð
    Aðsent22/10/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.