
Safna- og menningarhúsin í Kópavogi verða opin til miðnættis í kvöld. Tilefnið er Safnanótt sem haldin er í samstarfi allra safna á höfuðborgarsvæðinu.
Gamlar kvikmyndir frá Kópavogi verða sýndar í Héraðsskjalasafninu. Tónlistarsafnið leikur tónlist frá stríðsárunum. Í Gerðarsafni verður listasmiðja og leiðsögn um sýninguna Íslenska teiknibókin. Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður fræðsluerindi um næturdýr og í Molanum verður tískusýning.
Frítt er inn á alla viðburði.
Aðsóknarmet var slegið á Safnanótt í Kópavogi í fyrra og myndaðist skemmtileg stemmning á menningarholtinu okkar. Lítið mál er að leggja bílnum í bílastæðahúsinu beint á móti safnahúsinu og nota tvo jafnfljóta til að ganga á milli húsanna og njóta þeirrar líflegu dagskrár sem þar verður að finna.
Dagskrá Safnanætur í Kópavogi:
SAFNANÓTT Í GERÐARSAFNI
Dagskrá:
Kl. 19:00 – 21:00
LISTSMIÐJA FYRIR FJÖLSKYLDUNA – ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN
Ufsagrýlur, drekar og aðrar óvættir. Teiknað með óhefðbundnum efnivið út frá fyrirmyndum í íslensku teiknibókinni. Listsmiðja fyrir 6-12 ára börn með foreldrum.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning í síma 570 0440.
Kl. 19:00 – 23:00
SKRIFARASTOFA
Svanhildur María Gunnarsdóttir safnkennari fræðir gesti um handverkið sem býr að baki gerð miðaldahandrita.
Gestum býðst að skrifa með tilskornum fjöðurstaf og jurtableki á kálfskinn, verkað með ævafornri aðferð.
Kl. 21:00
LEIÐSÖGN – ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN
Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri verður með leiðsögn um sýninguna.
Íslenska teiknibókin inniheldur safn fyrirmynda sem listamenn fyrri alda nýttu sér. Bókin er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu.
SAFNANÓTT Í HÉRAÐSSKJALASAFNI KÓPAVOGS
Dagskrá:
Kl. 19:00 til 24:00
KVIKMYNDIR ÚR KÓPAVOGI
Skjalasafnið sýnir í samstarfi við Sögufélag Kópavogs sögulegar kvikmyndir úr bænum sem varðveittar eru í Kvikmyndasafni Íslands. Elstu kvikmyndabrotin eru frá 1921 og eru mörg afar fágæt, t.d. kvikmyndin Að byggja eftir Þorgeir Þorgeirson sem gerð var í tilefni af 10 ára afmæli Kópavogskaupstaðar 1965. Myndirnar verða sýndar reglulega allt kvöldið.
SKÓLAR Í SKJÖLUM
Opnuð verður sýning um skóla í Kópavogi. Rifjið upp gömlu kennslubækurnar og stólana, ritvélar og Commodore 64. Ýmis skjöl er varða upphaf almenningsfræðslu í Kópavogi verða einnig dregin fram í dagsljósið.
SKOÐIÐ SKJALASAFNIÐ
Skjalaverðir leiða gesti í skoðunarferð um geymslur safnsins, þar sem kennir ýmissa grasa. Hvað eru margir hillumetrar af Breiðabliki í skjalasafninu? Af hverju geymir skjalasafnið sög? Af og til allt kvöldið.
SAFNANÓTT Í NÁTTÚRUFRÆÐISTOFU KÓPAVOGS
Dýr í myrkri – sýning
- Upphafstími: 19:00
- Lokatími: 23:30
Mörg dýr eru aðlöguð lífi í myrkri. Sum eru næturdýr en önnur lifa í umhverfi þar sem dagsbirtu nýtur aldrei. Þessum aðlögunum verða gerð skil í anddyri Náttúrufræðistofu Kópavogs. Til sýnis verða eintök af næturdýrum og gerð verður grein fyrir aðlögunum þeirra í máli og myndum.
Rötun í myrkri – fræðsluerindi
- Upphafstími: 22:00
- Lokatími: 23:00
Hefðbundin næturdýr í okkar huga eru kattardýr, uglur og leðurblökur, en ýmis sjávardýr s.s. fiskar og hvalir glíma einnig við myrkar aðstæður. Þá má ekki gleyma dýrum sem lifa neðanjarðar eins og moldvörpum og snoðrottum, eða þá helladýrum á borð við hellasalamöndrur og Þingvallamarflær.
Haraldur R. Ingvason fjallar vítt og breitt um aðlaganir dýra að þessum aðstæðum og hvernig tekist er á við hversdagslega hluti eins og fæðunám og rötun í kolniðamyrkri.
SAFNANÓTT Í MOLANUM, UNGMENNAHÚSI
Dagskrá:
Kl. 18:30 til 24:00
Húsið opnar klukkan 18.30 með tískusýnungu frá Særósu Mist þar sem hún mun frumsýna sína þriðju fatalínu, Collection Ladies, en hún hélt sína fyrstu tískusýningu á eigin hönnun, aðeins 15 ára gömul. Særós Mist er um þessar mundir að ljúka námi í fatatækni við Hönnunar og Handverksskólan í Reykjavík, en þetta verkefni hefur hún unnið sjálfstætt með skóla síðastliðið ár.
Collection Ladies samanstendur af fimmtán kvenklæðum; kjólum, samfestingum, skyrtum, buxum og léttum yfirhöfnum. Innblástur fatalínunnar kemur frá klassískum klæðnaði kvenna fyrr á tíðum, fáguðum, kvenlegum og rómantískum dömum, en þó í nútímaútgáfu.
Ásamt Særósu Mist mun Rósa Rún danshöfundur sameina krafta sína í sjónarspili sem tengir saman listformin dans og fatahönnun. Leikið verður með hið hefðbundna form tískusýningar og það kryddað með dansívafi. Útkoman verður kraftmikil og lifandi tískusýning, gerð til að gleðja, hrífa og kítla skilningavit áhorfanda!
Strax að lokinni tískusýngu munu ungir listamenn og hönnuðir opna lista og handverksmarkaðinn HÖNNLISTÍZK í rými Molans. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að skoða afurðir frá hönnuðum á borð við Aðalheiði Sigfúsdóttur klæðskera sem hannar undir merkinu Made by Ally, Ástrósu Steingrímsdóttur frá Frost & Feather, Elvari Smára Júlíussyni sem sýnir grafíkverk sín, Heiðrúnu Fivelstad áhugaljósmyndara, Ólöfu RúnBenidiktsdótturlistamanni og fleirum ungum hönnuðum. Léttar kaffiveitingar verða að sjálfsögðu á boðstólnum ásamt ljúfum tónum frá ungmennum.
SAFNANÓTT Í BÓKASAFN KÓPAVOGS
Einar Einstaki
Kl. 9:30-20:00. (Töfrabrögð).
Einar Einstaki töframaður sýnir töfrabrögð fyrir börn og fullorðna.
Einar Einstaki
Einar Einstaki töframaður sýnir töfrabrögð fyrir börn og fullorðna.
Einar EinstakiKl. 21:00 – 21:30. (Töfrabrögð).Einar Einstaki töframaður sýnir töfrabrögð fyrir börn og fullorðna.
Bókasafn Kópavogs,Hamraborg 6a, barnadeild 3ju hæð.
Bókasafn Kópavogs,Hamraborg 6a, Heiti potturinn annarri hæð,
Kl. 19:00-23:30. (Ratleikur)Ratleikur um bókasafn og náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem svara þarf spurningum og síðan verður dregið í lok kvöldsins og verða verðlaun í boði.Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a 19:30-20 (Ljóðaverðlaun)Ljóðahatturinn
Bad Days er óskilgetið afkvæmi Tom Waits og Pink Floyd. Sveitin hefur leikið á nokkrum hátíðum og skemmtistöðum í Reykjavík og er nú með tvær plötur í vinnslu.
Bókasafn Kópavogs,Hamraborg 6a, fyrstu hæð.
Kl. 19:00-24:00 (Sýning)
Myndlistarmaðurinn Karl Jóhann Jónsson sýnir í barnadeildinni nýjar myndir sínar af íslenskum afturgöngum.
Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a, Barnadeild, þriðju hæð.