Safnanótt í Kópavogi aldrei viðameiri

Sundlaugarnótt haldin í fyrsta sinn

Safnanótt í Kópavogi hefur aldrei verið eins fjölbreytt og áhugaverð og í ár. Dagskráin fer fram í menningarhúsum bæjarins föstudaginn 6. febrúar á menningarholtinu, þar sem eru meðal annars Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs. Dagskráin í húsunum hefst kl. 19:00 og stendur yfir til miðnættis. Aðgangur er ókeypis.

Daginn eftir verður sundlaugarnótt haldin í fyrsta sinn í Kópavogi en þá verður Sundlaug Kópavogs opin til miðnættis. Ókeypis verður í laugina og boðið upp á skemmtiatriði og tónlist af ýmsu tagi. Skemmtiatriðin á sundlauganótt í Sundlaug Kópavogs hefjast klukkan 20.30 og lýkur um 23.00. Ókeypis verður í laugina frá klukkan 18.00.

Meðal þess sem boðið verður upp á Safnanótt eru tilraunakenndar vinnustofur fyrir ungt fólk í Gerðarsafni, leiðsögn um listaverkageymslur safnsins, föndursmiðjur, töfrabrögð og spákonu í Bókasafni Kópavogs og örtónleika í anddyri Salarins.

Í Náttúrufræðistofu Kópavogs fer fram kynning á því hvernig dýr eru stoppuð upp en í safninu má finna fjölda uppstoppaðra dýra.

Í Héraðsskjalasafni Kópavogs verður sögusýning um bæinn og í Tónlistarsafni Íslands verður harmonikkuleikur.

Í Gerðarsafni verður pop-up eldhús þar sem hægt verður að setjast niður og njóta veitinga.

Menningarhús Kópavogsbæjar hafa undanfarin ár tekið Safnanótt með trompi og árið í ár er engin undantekning. Allir ættu að gefa fundið eitthvað við hæfi. Kosturinn við Safnanóttina í Kópavogi er sá að þar eru öll safnahúsin í göngufæri og því hægt að njóta ólíkra viðburða og safna á einum og sama staðnum. Svo er hægt að setjast niður í pop-up eldhúsi Gerðarsafns og njóta góðra veitinga,“

segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar.

 

Safnanótt og sundlauganótt eru hluti Vetrarhátíðar  sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu frá fimmtudeginum 5. febrúar til sunnudagsins 8. febrúar. Markmið safnanætur er að kynna það áhugaverða starf sem fram fer í söfnum bæjarins allan ársins hring. Sundlauganótt hefur verið að festa sig í sessi sem hluti af Vetrarhátíð og taka nú fjölmargar sundlaugar þátt, bjóða upp á dagskrá og hafa opið til miðnættis.

 

Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pálmi Einarsson
Hjördís Ýr Johnson
Ólöf Breiðfjörð.
Kopavogskirkja_Doddy2
Oli-2
sund
Ingibjorg Auður Guðmundsdóttir
Matthías Björnsson
2014