Safnanótt í Kópavogi aldrei viðameiri

Sundlaugarnótt haldin í fyrsta sinn

Safnanótt í Kópavogi hefur aldrei verið eins fjölbreytt og áhugaverð og í ár. Dagskráin fer fram í menningarhúsum bæjarins föstudaginn 6. febrúar á menningarholtinu, þar sem eru meðal annars Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs. Dagskráin í húsunum hefst kl. 19:00 og stendur yfir til miðnættis. Aðgangur er ókeypis.

Daginn eftir verður sundlaugarnótt haldin í fyrsta sinn í Kópavogi en þá verður Sundlaug Kópavogs opin til miðnættis. Ókeypis verður í laugina og boðið upp á skemmtiatriði og tónlist af ýmsu tagi. Skemmtiatriðin á sundlauganótt í Sundlaug Kópavogs hefjast klukkan 20.30 og lýkur um 23.00. Ókeypis verður í laugina frá klukkan 18.00.

Meðal þess sem boðið verður upp á Safnanótt eru tilraunakenndar vinnustofur fyrir ungt fólk í Gerðarsafni, leiðsögn um listaverkageymslur safnsins, föndursmiðjur, töfrabrögð og spákonu í Bókasafni Kópavogs og örtónleika í anddyri Salarins.

Í Náttúrufræðistofu Kópavogs fer fram kynning á því hvernig dýr eru stoppuð upp en í safninu má finna fjölda uppstoppaðra dýra.

Í Héraðsskjalasafni Kópavogs verður sögusýning um bæinn og í Tónlistarsafni Íslands verður harmonikkuleikur.

Í Gerðarsafni verður pop-up eldhús þar sem hægt verður að setjast niður og njóta veitinga.

Menningarhús Kópavogsbæjar hafa undanfarin ár tekið Safnanótt með trompi og árið í ár er engin undantekning. Allir ættu að gefa fundið eitthvað við hæfi. Kosturinn við Safnanóttina í Kópavogi er sá að þar eru öll safnahúsin í göngufæri og því hægt að njóta ólíkra viðburða og safna á einum og sama staðnum. Svo er hægt að setjast niður í pop-up eldhúsi Gerðarsafns og njóta góðra veitinga,“

segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar.

 

Safnanótt og sundlauganótt eru hluti Vetrarhátíðar  sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu frá fimmtudeginum 5. febrúar til sunnudagsins 8. febrúar. Markmið safnanætur er að kynna það áhugaverða starf sem fram fer í söfnum bæjarins allan ársins hring. Sundlauganótt hefur verið að festa sig í sessi sem hluti af Vetrarhátíð og taka nú fjölmargar sundlaugar þátt, bjóða upp á dagskrá og hafa opið til miðnættis.

 

Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar