Safnanótt í Kópavogi 7. febrúar

Fjölbreytt dagskrá verður í safna- og menningarhúsum Kópavogs að kvöldi dagsins 7. febrúar. Húsin verða opnuð upp á gátt til miðnætis. Tilefnið er Safnanótt sem haldin er í samstarfi allra safna á höfuðborgarsvæðinu. Í Gerðarsafni verður meðal annars listasmiðja og leiðsögn um sýninguna Íslenska teiknibókin.  Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður fræðsluerindi um næturdýr. Í Molanum verður meðal annars tískusýning, í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar gamlar kvikmyndir frá Kópavogi og í Tónlistarsafni Íslands verður leikin tónlist frá stríðsárunum.

Það verður mikið um að vera á Safnanótt í Kópavogi þótt 7. febrúar.
Það verður mikið um að vera á Safnanótt í Kópavogi þótt 7. febrúar.

Tilgangur Safnanætur er að vekja athygli á því fjölbreytta og áhugaverða starfi sem fram fer í söfnum höfuðborgarsvæðisins. Þetta er í tíunda sinn sem Safnanóttin er haldin og í fimmta sinn sem Kópavogsbær tekur þátt í henni.

Frítt er inn á alla viðburði.

Aðsóknarmet var slegið á Safnanótt í Kópavogi í fyrra og myndaðist skemmtileg stemning á menningarholtinu okkar. Lítið mál er að leggja bílnum í bílastæðahúsinu beint á móti safnahúsinu og nota tvo jafnfljóta til að ganga á milli húsanna og njóta þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem þar verður að finna.

Nánari upplýsingar eru á kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,