Safnanótt í Kópavogi 7. febrúar

Fjölbreytt dagskrá verður í safna- og menningarhúsum Kópavogs að kvöldi dagsins 7. febrúar. Húsin verða opnuð upp á gátt til miðnætis. Tilefnið er Safnanótt sem haldin er í samstarfi allra safna á höfuðborgarsvæðinu. Í Gerðarsafni verður meðal annars listasmiðja og leiðsögn um sýninguna Íslenska teiknibókin.  Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður fræðsluerindi um næturdýr. Í Molanum verður meðal annars tískusýning, í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar gamlar kvikmyndir frá Kópavogi og í Tónlistarsafni Íslands verður leikin tónlist frá stríðsárunum.

Það verður mikið um að vera á Safnanótt í Kópavogi þótt 7. febrúar.
Það verður mikið um að vera á Safnanótt í Kópavogi þótt 7. febrúar.

Tilgangur Safnanætur er að vekja athygli á því fjölbreytta og áhugaverða starfi sem fram fer í söfnum höfuðborgarsvæðisins. Þetta er í tíunda sinn sem Safnanóttin er haldin og í fimmta sinn sem Kópavogsbær tekur þátt í henni.

Frítt er inn á alla viðburði.

Aðsóknarmet var slegið á Safnanótt í Kópavogi í fyrra og myndaðist skemmtileg stemning á menningarholtinu okkar. Lítið mál er að leggja bílnum í bílastæðahúsinu beint á móti safnahúsinu og nota tvo jafnfljóta til að ganga á milli húsanna og njóta þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem þar verður að finna.

Nánari upplýsingar eru á kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar