Safnanótt í Kópavogi 7. febrúar

Fjölbreytt dagskrá verður í safna- og menningarhúsum Kópavogs að kvöldi dagsins 7. febrúar. Húsin verða opnuð upp á gátt til miðnætis. Tilefnið er Safnanótt sem haldin er í samstarfi allra safna á höfuðborgarsvæðinu. Í Gerðarsafni verður meðal annars listasmiðja og leiðsögn um sýninguna Íslenska teiknibókin.  Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður fræðsluerindi um næturdýr. Í Molanum verður meðal annars tískusýning, í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar gamlar kvikmyndir frá Kópavogi og í Tónlistarsafni Íslands verður leikin tónlist frá stríðsárunum.

Það verður mikið um að vera á Safnanótt í Kópavogi þótt 7. febrúar.
Það verður mikið um að vera á Safnanótt í Kópavogi þótt 7. febrúar.

Tilgangur Safnanætur er að vekja athygli á því fjölbreytta og áhugaverða starfi sem fram fer í söfnum höfuðborgarsvæðisins. Þetta er í tíunda sinn sem Safnanóttin er haldin og í fimmta sinn sem Kópavogsbær tekur þátt í henni.

Frítt er inn á alla viðburði.

Aðsóknarmet var slegið á Safnanótt í Kópavogi í fyrra og myndaðist skemmtileg stemning á menningarholtinu okkar. Lítið mál er að leggja bílnum í bílastæðahúsinu beint á móti safnahúsinu og nota tvo jafnfljóta til að ganga á milli húsanna og njóta þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem þar verður að finna.

Nánari upplýsingar eru á kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér