• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Saka bæjarstjóra um að sitja á upplýsingum

Saka bæjarstjóra um að sitja á upplýsingum
ritstjorn
24/04/2014

XS_2013_logo_170Fulltrúar Samfylkingar og Næstbesta flokksins í bæjarstjórn Kópavogs lögðu fram eftirfarandi bókun á bæjarstjórnarfundi í gær:

Nú er einsýnt um það að nokkuð verði gert í málefnum leigjenda í Kópavogi fram yfir kosningar.  Það skiptir máli hverjir stjórna. 

Frá því í haust hefur bæjarstjórn Kópavogs rætt um aðgerðir vegna neyðarástands í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur hafa verið lagðar fram um fjölgun félagslegra leiguíbúða og aðgerðir til að greiða fyrir byggingu hagkvæmra íbúða á almennum leigumarkaði. Markmiðið hefur verið að stíga lítið skref í þá átt að vinna á löngum biðlista eftir félagslegum íbúðum í bænum og stuðla að framboði á hagkvæmum og varanlegum leiguíbúðum.

Þrátt fyrir skýran vilja meirihluta bæjarfulltrúa í þessum efnum hefur bæjarstjóri sem er framkvæmdastjóri bæjarins haft samþykktir bæjarstjórnar að engu. Í stað þess að vinna að málinu í samræmi við ákvarðanir bæjarstjórnar hefur hann barist gegn þessum hugmyndum af miklum krafti. Hann hefur enda margsinnis lýst þeim skoðunum sínum að hann telji enga þörf á að mæta óskum fólks um hagkvæmar leiguíbúðir, heldur eigi fólk að kaupa sér íbúð til að búa í.

Bæjarstjóri hefur með stuðningi oddvita Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa, sem nú er orðin Björt framtíð, tafið framgang þessa máls með ýmsum hætti. M.a. með því að framkvæma ekki samþykktir bæjarstjórnar eins og áður er sagt. Nú síðast með því að halda mikilvægri skýrslu frá bæjarfulltrúum um tíma meðan hann var að kynna sér hana. Þann tíma notaði hann til að semja fréttatilkynningu upp úr henni, þóknanlega hans málstað. Hann sendi hana og skýrsluna á fjölmiðla á sama tíma og hann sendi öðrum bæjarfulltrúum skýrsluna. Þetta er þeim mun alvarlegra að þennan sama dag var bæjarstjórnarfundur þar sem húsnæðismál voru á dagskrá. Skýrslan sem hann hafði haft undir höndum í tæpan sólarhring að hans sögn, var send bæjarfulltrúum svo seint að þeir höfðu ekki tíma til að lesa hana fyrir fundinn. Hann sat því einn að þeim upplýsingum sem í henni voru á fundinum.

Sem framkvæmdarstjóra bæjarins bar bæjarstjóra að hefja þá þegar vinnu við að framfylgja ákvörðun bæjarstjórnar m.a. með því að: 

*   Leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun og fá þannig heimild til viðbótar fjárútláta

*   Hafa samband við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og tilkynna um ákvörðun bæjarstjórnar – að viðbótar fjárútlát yrðu fjármögnuð með tekjum af lóðaúthlutunum

*   Að setja starfsmenn bæjarins í vinnu við nánari útfærslu tillögu bæjarstjórnar m.a. að finna hentuga lóð

*   Að tala verkefnið upp og nálgast það af jákvæðni og standa með ákvörðun bæjarstjórnar

Það er bæjarstjórn sem fer með æðsta vald í málefnum bæjarins og þeim sem tekur að sér framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ber að fylgja samþykktum hennar, jafnvel þó að hann sé þeim ekki sammála. Það hefur bæjarstjóri ekki gert í þessu máli og hefur því brugðist í því starfi sem hann tók að sér fyrir bæjarstjórn Kópavogs.

Efnisorð
Fréttir
24/04/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.