Sala fer vel af stað í nýju hverfi á Kárnesi

Sala fer vel af stað í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri byggð á Kársnesinu í Kópavogi. Nú þegar hafa um 40% íbúða selst í húsinu en um er að ræða 24 íbúða fjölbýlishús við Hafnarbraut 9 í Kópavogi. Sala á íbúðum í húsinu hófst í lok október, að því er segir í tilkynningu.

40% íbúða eru seldar á Hafnarbraut 9.

,,Það er ánægjulegt að sjá hversu vel hefur gengið í byrjun með sölu á íbúðum í þessu fyrsta húsi sem rís í nýja hverfinu. Þetta er sannarlega góð byrjun og við erum jartsýn á áframhaldandi gott gengi. Þetta er spennandi verkefni bæði þetta nýja fjölbýlishús og hverfið í heild sinni sem verður mjög fallegt og á einum besta stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með nálægð við sjóinn og smábátahöfnina,” segir Fanney Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Kársnesbyggð ehf sem er lóðarhafi og jafnframt byggingaraðili hússins. Íslenskar fasteignir fara með umsjón með verkefninu. 

Áætlað er að íbúðir að Hafnarbraut 9 verði afhentar í maí næstkomandi. Íbúðirnar í húsinu eru tveggja til fjögurra herbergja, frá 59,3 fm til 172,4 fm að stærð. Við byggingu hússins var lögð áhersla á að lágmarka viðhald þess. Lokað bílageymsluhús er í kjallara og fylgir rafmagnstengill hverju stæði.
,,Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í nýjan grunnskóla og leikskóla. Með nýrri brú yfir Fossvoginn munu almenningssamgöngur og umferð fyrir gangandi og hjólandi stórbatna og stytta leið yfir á háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur,“ segir Fanney. 
Hún segir jafnframt fyrirhugað að þessi nýja byggð muni rísa öll í einni lotu á næstu fjórum til fimm árum. Skipulagi og hönnun svæða er að mestu lokið og framkvæmdir hafnar á stórum hluta. Lóðirnar, þar sem ný hús eru nú í byggingu, eru flestar við göturnar Hafnarbraut, Vesturvör, Bakkabraut og Bryggjuvör á Kársnesi. Nánar má sjá um íbúðir og hverfið á karsnes.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér