Sala- og Smárahverfi tengd við ljósleiðara

Aukinn kraftur hefur verið settur í lagningu ljósleiðarans í Kópavogi í samræmi við samstarfssamning Kópavogsbæjar og Gagnaveitu Reykjavíkur, sem undirritaður var nýverið. Fyrir áramót var lokið við að tengja Salahverfið en stefnt er að því að öll heimili geti tengst ljósleiðara fyrir lok ársins 2017. Í byrjun árs 2015 stóð ljósleiðaravæðing bæjarins þannig að um 3.300 heimili voru orðin tengd við ljósleiðarann. Átak síðasta árs skilaði því hinsvegar að nú eru um 8.000 heimili í bænum tengd.

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

Vinna hefur staðið yfir í Smárahverfinu sem er búist við að klárist í febrúar. Gert er ráð fyrir að í lok árs verði um 2.700 heimili til viðbótar tengd. Það þýðir að um 84% allra heimila í Kópavogi geta tengst ljósleiðaranum. „Við erum ánægð með að koma Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga í fjarskiptum enda mun aukin snjallvæðing heimilanna auka þörfinni á öflugu og hraðara netsambandi. Þess má geta að allir nýir viðskiptavinir Ljósleiðarans fá búnað sem ræður við 1Gb/s gagnahraða,“segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð