Sala- og Smárahverfi tengd við ljósleiðara

Aukinn kraftur hefur verið settur í lagningu ljósleiðarans í Kópavogi í samræmi við samstarfssamning Kópavogsbæjar og Gagnaveitu Reykjavíkur, sem undirritaður var nýverið. Fyrir áramót var lokið við að tengja Salahverfið en stefnt er að því að öll heimili geti tengst ljósleiðara fyrir lok ársins 2017. Í byrjun árs 2015 stóð ljósleiðaravæðing bæjarins þannig að um 3.300 heimili voru orðin tengd við ljósleiðarann. Átak síðasta árs skilaði því hinsvegar að nú eru um 8.000 heimili í bænum tengd.

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

Vinna hefur staðið yfir í Smárahverfinu sem er búist við að klárist í febrúar. Gert er ráð fyrir að í lok árs verði um 2.700 heimili til viðbótar tengd. Það þýðir að um 84% allra heimila í Kópavogi geta tengst ljósleiðaranum. „Við erum ánægð með að koma Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga í fjarskiptum enda mun aukin snjallvæðing heimilanna auka þörfinni á öflugu og hraðara netsambandi. Þess má geta að allir nýir viðskiptavinir Ljósleiðarans fá búnað sem ræður við 1Gb/s gagnahraða,“segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar