Samdi lagið: „Viltu með mér vaka í nótt“ og henti því beint í ruslið.

Þann 28. September kl. 20:30 verður stórviðburður í Salnum þar sem flutt verða lög eftir Kópavogsbúann Henna Rasmus.

Hendrik Rasmus. Mynd: www.ismus.is
Hendrik Rasmus. Mynd: www.ismus.is

Henni  samdi þó nokkuð af sönglögum sem sum urðu gríðarlega vinsæl og eiga sinn sess í þjóðarsálinni.  Meðal annars átti hann fjögur af tíu efstu lögunum í fyrstu danslagakeppninni sem fram fór á Íslandi árið 1939. Þetta voru lögin Viltu með mér vaka í nótt, sem hefur verið leikið og sungið samfellt til þessa dags, Það var um haustkvöldAnna-Maja og Manstu.

Flestum lagasmíðum sínum fleygði hann í ruslakörfuna en sumum tókst að bjarga þaðan. Nokkur af lögum hans voru gefin út á nótnaheftum fyrir 1940 og hafa varðveist í vörslu Hrefnu Þórarinsdóttur,  eiginkonu Henna sem lést 2012.

Henni  flutti ásamt fjölskyldu í Kópavoginn 1958 að Hlíðarvegi 62a. Margrét móður Henna lét smíða húsið 1932 og fékk það nafnið Barmahlíð. Húsið stendur vestan við Digraneskirkju og er í dag eitt elsta hús bæjarins og hefur verið varðveitt í sinni upphaflegu mynd.

Eflaust  hafa margir gaman af að heyra þessi lög Í nýjum útsetningum  af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki sem hafa stundað nám við tónlistarskóla FÍH. Nokkur eru vel  þekkt og önnur  verða  frumflutt. Textar við lögin er flestir eftir Tómas Guðmundsson og Valborgu Bentsdóttir.

Nánari upplýsingar má finna á www.salurinn.is

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

WP_20140406_13_13_53_Pro
Guðmundur Þorkelsson
hanna-lilja
Íþróttafólk Kópavogs
SVEITASTORNARKOSNINGAR
2013-09-18-1797
Bóas Kristjánsson
_MG_3556
Theodora