Samdi lagið: „Viltu með mér vaka í nótt“ og henti því beint í ruslið.

Þann 28. September kl. 20:30 verður stórviðburður í Salnum þar sem flutt verða lög eftir Kópavogsbúann Henna Rasmus.

Hendrik Rasmus. Mynd: www.ismus.is
Hendrik Rasmus. Mynd: www.ismus.is

Henni  samdi þó nokkuð af sönglögum sem sum urðu gríðarlega vinsæl og eiga sinn sess í þjóðarsálinni.  Meðal annars átti hann fjögur af tíu efstu lögunum í fyrstu danslagakeppninni sem fram fór á Íslandi árið 1939. Þetta voru lögin Viltu með mér vaka í nótt, sem hefur verið leikið og sungið samfellt til þessa dags, Það var um haustkvöldAnna-Maja og Manstu.

Flestum lagasmíðum sínum fleygði hann í ruslakörfuna en sumum tókst að bjarga þaðan. Nokkur af lögum hans voru gefin út á nótnaheftum fyrir 1940 og hafa varðveist í vörslu Hrefnu Þórarinsdóttur,  eiginkonu Henna sem lést 2012.

Henni  flutti ásamt fjölskyldu í Kópavoginn 1958 að Hlíðarvegi 62a. Margrét móður Henna lét smíða húsið 1932 og fékk það nafnið Barmahlíð. Húsið stendur vestan við Digraneskirkju og er í dag eitt elsta hús bæjarins og hefur verið varðveitt í sinni upphaflegu mynd.

Eflaust  hafa margir gaman af að heyra þessi lög Í nýjum útsetningum  af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki sem hafa stundað nám við tónlistarskóla FÍH. Nokkur eru vel  þekkt og önnur  verða  frumflutt. Textar við lögin er flestir eftir Tómas Guðmundsson og Valborgu Bentsdóttir.

Nánari upplýsingar má finna á www.salurinn.is

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn