Samfylking: „Hlýtur að vera einsdæmi að bæjarstjóri standi á torgum úti og tali niður fjárhag bæjarins.“

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í Kópavogi.

Samfylkingin í Kópavogi hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:

„Fulltrúar Samfylkingarinnar harma gífuryrði bæjarstjóra Kópavogs vegna nýlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar að koma með virkum hætti að leigumarkaði í bænum.

Þar fer bæjarstjóri vísvitandi rangt með tölur og hefur birst í flestum fjölmiðlum landsins með upphrópanir og þannig talað niður lánshæfismat bæjarins.  Slíkt er mjög alvarlegt hjá bæjarstjóra sem hefur þeim lögbundnu skyldum að gegna að framfylgja ákvörðunum bæjarstjórnar.

Með nýlegu samþykki bæjarstjórnar er hafin vegferð sem mun ekki kosta bæjarsjóð 3 milljarða eins og bæjarstjóri hefur blásið upp, hér er um að ræða kaup á félagslegu húsnæði 30 – 40 íbúðir sem mun dreifast á lengri tíma ásamt byggingu tveggja fjölbýlishúsa sem verða ekki af þeirri stærðargráðu sem bæjarstjóri nefnir.  Hér er um að ræða viðbrögð við brýnni þörf og neyð á húsnæðismarkaði.

Nú þegar liggja fyrir útreikningar sem sýna að verkefni af þessu tagi mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs, því leigutekjur munu standa undir rekstrarkostnaði.

Aðkoma bæjarins að þessu verkefni er tímabundin og hér er um að ræða fjárfestingu sem að sjálfsögðu er eignfærð og bæjarsjóður mun ná markmiði um skuldahlutfall innan lögbundins tímaramma.  

Dómgreindarskortur bæjarstjóra Kópavogs náði nýjum hæðum þegar hann í kjölfar eigin upphrópana og gífuryrða fór sjálfur fram á nýtt lánshæfismat fyrir bæinn. Það hlýtur að vera einsdæmi að bæjarstjóri standi á torgum úti og tali niður fjárhag bæjarins. Nákvæmlega engin ástæða var á þessum tímapunkti til þess að kalla eftir nýju mati. Þarna vinnur Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri beinlínis gegn hag bæjarins, keyrir sjálfur niður lánhæfismatið í tengslum við einhverja persónulegra innansveitarkróniku Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Bæjarstjóri er algjörlega að bregðast hlutverki sínu sem er að framfylgja vilja bæjarstjórnar en með þessu er hann að grafa undan lýðræðislegum ákvörðunum hennar. Eins og bæjarstjóra hefur margoft verið bent á er hér um að ræða fjárútlát sem nema um 1,8 milljörðum og mun sú upphæð ekki falla öll til á árinu 2014. Samt kýs bæjarstjóri að ýkja vænt útgjöld bæjarins og byggir því ósk sína um endurnýjað lánshæfismat á röngum forsendum.

Við ítrekum að með þessari samþykkt meirihluta bæjarstjórnar er verið að koma til móts við fjölda fólks sem býr við óöryggi á leigumarkaði, afleitar aðstæður og jafnvel húsnæðisleysi.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Heilsuskóli Tanya
screen-shot-2016-09-16-at-11-54-54
Skólahljómsveit Kópavogs
WP_20150326_10_54_43_Raw
jólakort 1
gudridur
CGFC-9-copy
VEFBORDI_310X400
Theodora