Yfirkjörstjórn í Kópavogi sendi nú rétt í þessu frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:
Yfirkjörstjórn í Kópavogi barst um helgina beiðni frá umboðsmönnum framboða Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um afhendingu lista yfir meðmælendur allra framboða, með vísan til leiðbeininga innanríkisráðuneytisins. Beiðnirnar hafa verið afturkallaðar og verða því ekki til efnislegrar umfjöllunar hjá yfirkjörstjórn.
Leiðbeiningar á kosningavef innanríkisráðuneytisins bera með sér þá afstöðu ráðuneytisins að kjörstjórn sé skylt samkvæmt upplýsingalögum að afhenda lista yfir meðmælendur, sé farið fram á það. Yfirkjörstjórn hefur sent innanríkisráðuneytinu óskir sem komið hafa fram um að óvissu um meðhöndlun lista yfir meðmælendur, verði eytt.
Yfirkjörstjórn í Kópavogi áréttar að málinu telst þar með lokið.“