Samfylkingin í Kópavogi hafnar Pétri Ólafssyni: „Þigg ekki þriðja sætið.“

Pétur Ólafsson
Pétur Ólafsson

Uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur stillt upp lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar sem samþykktur var á fundi flokksins í gær. Augljóst er að mikillar gremju gætir meðal margra flokksmanna vegna ávörðunar um að bjóða Pétri Hrafni Sigurðssyni að leiða listann. Sem kunnugt er ætla Guðríður Arnardóttir, núverandi oddviti Samfylkingar, og Hafsteinn Karlsson, sem lengi hefur verið í forystu flokksins í Kópavogi, ekki að bjóða sig aftur fram í vor.

Pétur Ólafsson, sem hefur verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar síðustu fjögur ár, og skipað þriðja sæti listans, segist óhress með niðurstöðu uppstillinganefndar.

„Þegar ljóst var að hvorki Guðríður né Hafsteinn myndu ekki sækjast eftir sæti á lista vorsins þótti mér eðlilegt að ég sóttist eftir fyrsta sætinu. Ég gerði mig kláran fyrir prófkjör, fékk meira að segja aðgang að stórsniðugu forriti til að halda utan um stuðningsmenn og var búinn að virkja minn innsta hring. Svo var uppstilling óvænt samþykkt í nóvembermánuði. Með þeirri ákvörðun fannst mér öll vopn slegin frá mér. Ég réði greinilega ekki örlögum mínum en lýsti því strax yfir að ég byði fram mína krafta til að leiða lista flokksins í vor,“ segir Pétur. Hann fékk ekki hljómgrunn hjá nefndinni og bendir á í því sambandi að fátt hafi verið um svör um hvers vegna hann hafi ekki fengið 1.-2. sætið hjá Samfylkingunni í Kópavogi.

„Mér fannst ástæðurnar frekar veikar og heyrði ég meðal annars að ég væri ekki tilbúinn sem mér þykir frekar undarlegt í ljósi þess að ég hef verið viðloðandi flokkinn síðustu tólf árin auk þess að vera eini forystuframbjóðandinn með reynslu af bæjarstjórnarsetu.

Pétur segir þetta vera helstu ástæður þess að hann ákvað að þiggja ekki þriðja sætið.

„Það er ekki tryggt bæjarfulltrúasæti og jafnvel ef svo væri, hefði mér þótt eðlilegra byggja uppröðun á lista á til dæmis reynslu frambjóðenda af bæjarmálunum– að öðrum ólöstuðum að sjálfsögðu,“ segir Pétur Ólafsson.

Pétur vill að lokum koma á framfæri óskum til framboðslista Samfylkingarinnar um gott gengi í kosningunum í vor og þökkum fyrir það traust honum hefur verið sýnt á undanförnum árum sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar