• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Samgöngubætur og leikskólar

Samgöngubætur og leikskólar
ritstjorn
11/10/2016
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Það er ánægjulegt að sjá að brátt sér fyrir endann á fyrri hluta Arnarnesvegar. Þetta er ótrúlega mikilvæg samgöngubót fyrir íbúa Kópavogs sérstaklega í efri byggðum. Við erum öll farin að finna meira og meira fyrir auknum umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu og er því hver aukin vegarstubbur eða breikkun mikil samgöngubót. Bæjarráð Kópavogs ályktaði þann 15.09.2016 að ljúka yrði seinni hluta Arnarnesvegar sem er tenging við Breiðholtsbraut hið fyrsta. Þetta væri að okkar mati ein brýnasta samgöngubótin á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til umferðaröryggis og fjölda bíla.

Það voru mikil vonbrigði að sjá að þessi vegastubbur var ekki einu sinni á þriggja ára samgönguáætlun ríkisins og auk þess lýsti vegamálastjóri því yfir að þetta verkefni væri ekki nægilega brýnt til þess að komast á forgangslista næstu þriggja ára. Þessu eru auðvitað allir Kópavogsbúar ósammála. Hver og einn bæjarfulltrúi hafði samband við sína þingmenn í kjördæminu en án árangurs. Það er þrautfúlt að þurfa að keppa við vegaframkvæmdir á landsbyggðinni en stundum er eins og samgöngur og úrbætur þess eðlis séu einkamál landsbyggðarinnar.

Það er ánægjulegt að segja frá að Kópavogur stendur vel hvað varðar mönnun á leikskóla. Því var það furðulegur fréttaflutningur sem við blasti þegar upp komst um að
Reykjavíkurborg átti við mikla starfsmannaeklu að etja í leiksskólum borgarinnar. Staðbundið starfsmannavandamál í einum leikskóla vegna langtímaveikinda var allt í einu orðin meira vandamál heldur en vöntun á 71 stöðugildi hjá borginni. Hins vegar stöndum við sem og önnur sveitafélög frammi fyrir því að möguleiki er á að mikill skortur verði á menntuðum leikskólakennurum í framtíðinni. Vandinn er margþættur. Ekki nógu margir ljúka námi og skipta jafnvel yfir í annað nám. Atvinnuleysi hefur dregist mikið saman og aukið framboð atvinnu verður til þess að umönnunarstörf, sem eru erfið vinna, verða ekki eins aðlaðandi. Sveitafélög þurfa því að huga að framtíðinni hvað þetta varðar. Ekki viljum við að það sé regla frekar en undantekning að börn séu send heim vegna starfsmannaskorts. Launakjörin eru vitanlega rauður þráður í þessum vanda og er okkur þröngur stakkur þar búinn.

Kannski er komin tími á óhefðbundnar leiðir til að létta á starfsmannaeklu hverju sinni eða mögulega þarf nýr menntamálaráðherra að endurskoða nám til réttinda leikskólakennara.

Efnisorðefst á baugileikskólarsamgöngur
Aðsent
11/10/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugileikskólarsamgöngur

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.