Samgönguvikan í næstu viku. „Tært loft – þú átt leik.“

Kópavogsbúar eru hvattir til að leggja einkabílnum og draga frekar fram göngustkóna og  strætókortið í Samgönguviku sem hefst í næstu viku. Samgönguvikan, sem rúmlega eitt þúsund borgir og bæir í Evrópu taka sameiginlega þátt í, er haldin til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt og hvernig mismunandi samgöngumátar hafa áhrif á bæði umhverfi og heilsu.

Þema samgönguvikunnar er: "Tært loft, þú átt leik."
Þema samgönguvikunnar í ár er: „Tært loft, þú átt leik.“

Í ár er yfirskrift Samgönguvikunnar „Tært loft – þú átt leik“ og  athyglinni því beint að áhrifum samgangna á loftgæði í þéttbýli.  Staðreyndirnar eru augljósar – hreinar borgir eru heilbrigðar borgir. Loftgæði hafa ekki aðeins áhrif á heilsu fólks – loftmengun skaðar einnig umhverfið, hefur m.a. áhrif á ósonlagið og loftslagsbreytingar.

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafa undirbúið dagskrá fyrir samgönguvikuna. Í Kópavogi verða kynntar niðurstöður á talningu umferðar á göngu- og hjólastígum í bænum sem unnin var í sumar. Eins og undanfarin ár mun umhverfis- og menntasvið standa fyrir könnun á ferðavenjum sex og tíu ára barna, til skóla, í Kópavogi. Einnig verður ganga um trjásafnið í Meltungu, austast í Fossvogsdal í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Ýmsir aðrir viðburðir verða á höfuðborgarsvæðinu, t.d. verður ráðstefna með yfirskriftina „Réttur barna til hjólreiða“ í Iðnó og hjólatúr í Heiðmörk tengdur Degi íslenskrar náttúru. „Hjólum í skólann“ átakið hefst en það er heilsuátak ÍSÍ í framhaldsskólum.

Margt hefur áunnist í vistvænum samgöngum undanfarin ár í bænum, má þá helst nefna hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar, göngu- og hjólreiðastígur meðfram Hafnarfjarðarvegi og Reykjanesbraut yfir í Mjóddina sem fer senn að vera tilbúinn. Þessa dagana stendur jafnframt yfir vinna við hjólreiðastíg við Ásbraut. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum við stíginn verði lokið fyrir veturinn.

Hægt er að fylgjast með fréttum og viðburðum Samgönguviku á:  www.facebook.com/samgonguvika

Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér  göngu- og hjólastíga bæjarins og nýta þá í ferðum sínum.  Kort af stígunum má finna á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is  Jafnframt er bent á Strætó bs. en að ferðast með Strætó er einföld og ódýr leið fyrir alla. Á heimasíðu Strætó www.straeto.is og með strætó smáforritinu er hægt að finna á auðveldan hátt  leiðir að áfangastað.  Strætómiða og -kort er hægt að kaupa á heimasíðu Strætó og í Vídeómarkaðnum, Hamraborg.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar