Samkór Kópavogs 50 ára

Samkór Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári en þann 18. október 1966 stofnuðu söngglaðir og framsýnir Kópavogsbúar kórinn. Á meðal stofnfélaganna var Jan Morávek sem  stjórnaði kórnum uns hann féll skyndilega frá árið 1970.  Jan Morávek  var af tékkneskum ættum en alinn upp í Vínarborg.  Hann var afar metnaðarfullur og hæfileikaríkur tónlistamaður og lagði sterkan grunn að því öfluga og góða söngstarfi sem ríkt hefur hjá kórnum æ síðan.  Fyrsti formaður kórsins var Valur Fannar sem jafnframt var einn af stofnendum hans. Í áranna rás hefur Samkórinn  komið fram við hin ýmsu tækifæri, haldið árlega tónleika í Kópavogi og farið í fjölda söngferða bæði innan- og utanlands, m.a. heimsótt alla vinabæi Kópavogs á Norðurlöndunum.

Samkor 2016

Fyrirhugað er að halda veglega upp á 50 ára afmæli Samkórsins.  Kórinn stefnir á að koma fram sem oftast og víðast á afmælisárinu.  Auk þess  að syngja fyrir Kópavogsbúa  þá mun kórinn einnig halda í ferðalög á árinu. Í lok apríl er fyrirhuguð söngferð á Snæfellsnes og í lok júlí mun kórinn halda á Íslendingaslóðir í Kanada þar sem hann mun taka þátt í hinni árlegu Íslendingahátíð í Gimli og verður þar aðal kórinn á hátíðinni.  Í október verða haldnir veglegir afmælistónleikar og stefnt er að jólatónleikum á aðventu.

Stjórnandi Samkórsins frá árinu 2013 er Friðrik S. Kristinsson og núverandi formaður er Birna Birgisdóttir.  Í kórnum eru nú um áttatíu félagar og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Heimasíða Samkórs er hér.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

2013-10-08-1919
Sumarvinna2015_2
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
EM-2
Kirkjuhlaup
arnargr-104×120
Digirehab_1
Unknown-2_vefur_nytt
GIG1