
Samkór Kópavogs hefur sitt fertugasta og níunda starfsár nú í september en kórinn hefur starfað í Kópavogi frá árinu 1966. Spennandi tímar eru framundan hjá kórnum, meðal annars fimmtíu ára afmælisár og utanlandsferð.
Núverandi stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson en hann tók við stjórn kórsins síðasta haust. Það var mikill fengur að fá Friðrik til starfa enda hefur hann langan og farsælan kórstjóraferil að baki.
Félagar í Samkórnum eru í kringum fimmtíu talsins. Enn getur kórinn bætt við sig góðum söngröddum þó sérstaklega karlaröddum. Í Samkórnum ríkir mikil sönggleði og góður félagsandi og þá sem langar til að slást í hópinn er hvattir til að hafa samband. Æfingar fara fram í Digraneskirkju á mánudögum kl. 19.00 – 21.30.
Heimasíða kórsins er www.samkor.is