Samráðsgátt um innleiðingu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Opnuð hefur verið samráðsgátt fyrir íbúa Kópavogsbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í samráðsgáttinni er hægt að koma á framfæri ábendingum um áherslur við innleiðingu á hverju markmiði fyrir sig.

„Þátttaka íbúa við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur þáttur í því að innleiðing markmiðanna takist vel til. Við höfum verið að auka áherslu á íbúasamráð og þátttöku almennings, og er samráðsgáttin liður í því,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti haustið 2018 að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í nýrri stefnu bæjarins. Stefnan samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn og gildum auk yfirmarkmiða úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti.

Markmiðið með stefnunni er að tryggja lífsgæði íbúa Kópavogs og taka um leið þátt í átaki þjóða heims um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna..

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samanstanda af sautján markmiðum sem mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.

Íbúar eru hvattir til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa þannig áhrif á innleiðingu Heimsmarkmiðanna.

Samráðsgátt íbúa

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem