Samráðsgátt um innleiðingu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Opnuð hefur verið samráðsgátt fyrir íbúa Kópavogsbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í samráðsgáttinni er hægt að koma á framfæri ábendingum um áherslur við innleiðingu á hverju markmiði fyrir sig.

„Þátttaka íbúa við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur þáttur í því að innleiðing markmiðanna takist vel til. Við höfum verið að auka áherslu á íbúasamráð og þátttöku almennings, og er samráðsgáttin liður í því,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti haustið 2018 að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í nýrri stefnu bæjarins. Stefnan samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn og gildum auk yfirmarkmiða úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti.

Markmiðið með stefnunni er að tryggja lífsgæði íbúa Kópavogs og taka um leið þátt í átaki þjóða heims um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna..

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samanstanda af sautján markmiðum sem mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.

Íbúar eru hvattir til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa þannig áhrif á innleiðingu Heimsmarkmiðanna.

Samráðsgátt íbúa

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði