Samráðsgátt um innleiðingu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Opnuð hefur verið samráðsgátt fyrir íbúa Kópavogsbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í samráðsgáttinni er hægt að koma á framfæri ábendingum um áherslur við innleiðingu á hverju markmiði fyrir sig.

„Þátttaka íbúa við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur þáttur í því að innleiðing markmiðanna takist vel til. Við höfum verið að auka áherslu á íbúasamráð og þátttöku almennings, og er samráðsgáttin liður í því,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti haustið 2018 að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í nýrri stefnu bæjarins. Stefnan samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn og gildum auk yfirmarkmiða úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti.

Markmiðið með stefnunni er að tryggja lífsgæði íbúa Kópavogs og taka um leið þátt í átaki þjóða heims um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna..

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samanstanda af sautján markmiðum sem mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.

Íbúar eru hvattir til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa þannig áhrif á innleiðingu Heimsmarkmiðanna.

Samráðsgátt íbúa

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

arnargr-104×120
okkarkopavogur_mynd
Gunnar Bragi Sveinsson
Unknown-7
Torgid-Logo-1
Hopp
10313987_10203249716717630_371840868013572304_n
Lukka
Sigurdur