Samráðsgátt um innleiðingu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Opnuð hefur verið samráðsgátt fyrir íbúa Kópavogsbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í samráðsgáttinni er hægt að koma á framfæri ábendingum um áherslur við innleiðingu á hverju markmiði fyrir sig.

„Þátttaka íbúa við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur þáttur í því að innleiðing markmiðanna takist vel til. Við höfum verið að auka áherslu á íbúasamráð og þátttöku almennings, og er samráðsgáttin liður í því,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti haustið 2018 að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í nýrri stefnu bæjarins. Stefnan samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn og gildum auk yfirmarkmiða úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti.

Markmiðið með stefnunni er að tryggja lífsgæði íbúa Kópavogs og taka um leið þátt í átaki þjóða heims um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna..

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samanstanda af sautján markmiðum sem mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.

Íbúar eru hvattir til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa þannig áhrif á innleiðingu Heimsmarkmiðanna.

Samráðsgátt íbúa

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn