• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Samstaða, lærdómur og þakklæti

Samstaða, lærdómur og þakklæti
ritstjorn
18/12/2020
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af von, eftirvæntingu og bjartsýni sem hefur oft verið af skornum skammti á þessu langa ári sem nú er að líða. Við erum farin að sjá fyrir endann á þessum langdregnu hremmingum og brátt kemur betri tíð með blóm í haga. 

Það verður þó ekki annað sagt en að þetta ár hafi verið lærdómsríkt í meira lagi. Við lærðum betur á tæknina, kynntumst því hvað íslenskt sumar hefur upp á að bjóða og hvað samtakamáttur þjóðarinnar getur verið magnaður. Að sama skapi fengum við góða áminningu um hvað það er margt fólk á Íslandi sem skiptir þjóðfélagið ógnarmiklu máli, þrátt fyrir að vera okkur oft ósýnilegt. 

Fólk sem sér til þess að allt gangi sinn vanagang, sinnir ómissandi þjónustu fyrir okkur bæjarbúa en fær sjaldan viðurkenninguna eða þakkirnar sem það á skilið. Fólkið sem sér um þrif og umönnun, styður við börnin okkar í skólunum og sér til þess að allir komist leiðar sinnar á göngu- og hjólastígum bæjarins svo eitthvað sé nefnt. Það var því gríðarlega ánægjulegt að sveitarfélögin og Efling hafi í ár loks náð saman um löngu tímabærar kjarabætur fyrir þessar stéttir, sem mæddi svo sannarlega mikið á í faraldrinum. Við gætum ekki án þeirra verið.

Við vorum líka minnt á hvað vísindin og sérfræðiþekking skipta okkur miklu máli. Það að fylgja leiðbeiningum okkar færasta fagfólks getur beinlínis greint á milli lífs og dauða. Þökk sé heiðarlegri og gegnsærri upplýsingagjöf höfum við geta tekið upplýstar ákvarðanir og sameinast um stór markmið. Ég vona að við getum haldið því áfram, enda eru stór úrlausnarefni framundan í loftslagsmálum þar sem vísindin þurfa að vera í fyrsta sæti. Hefðbundin þraspólitík mun aldrei geta vísað okkur rétta veginn úr þeim ógöngum.

Þangað til getum við lagt okkar á vogarskálarnar. Síðustu mánuðir hafa sýnt okkur svo ekki verðir um villst hvernig samstaða um breytta hegðun getur skipt sköpum. Með því að nýta samtakamáttinn sem býr í íslensku þjóðinni og setja stefnuna á sjálfbærni munum við auka lífsgæði allra, ekki síst barnanna okkar sem eiga allt undir því að við stöndum okkur vel. Ég legg til að við höfum þetta á bakvið eyrað nú þegar við höldum inn í nýja og bjartari tíma.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir samstöðuna, dugnaðinn og úthaldið á árinu sem nú er að líða. 

EfnisorðfeaturedSigurbjörg Erla
Aðsent
18/12/2020
ritstjorn

EfnisorðfeaturedSigurbjörg Erla

Meira

  • Lesa meira
    Bjart fram undan, hefjum störf

    Í liðinni viku hleypti ríkisstjórnin í samvinnu við sveitarfélögin af stað verkefninu Hefjum störf. Verkefnið er viðbót...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Sundlaug óskast… í Reykjavík

    Undarlegt erindi dúkkaði nýverið upp í bæjarráði Kópavogsbæjar sem varðaði beiðni um að bæjarstjóri Kópavogs og borgarstjóri...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Við þurfum nýjan formann VR

    Mig langar að byrja á því að þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Nú eru kosningarnar...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Jákvæð byggðaþróun á Kársnesinu

    Það dylst engum sem leið eiga um Kársnesið að byggðin nyrst og vestast er að taka miklum...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Bæjarfulltrúar uppi á borðum

    Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
    Mannlíf05/04/2021
  • Bæjarfulltrúar uppi á borðum
    Aðsent10/03/2021
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.