Samstaða, lærdómur og þakklæti

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af von, eftirvæntingu og bjartsýni sem hefur oft verið af skornum skammti á þessu langa ári sem nú er að líða. Við erum farin að sjá fyrir endann á þessum langdregnu hremmingum og brátt kemur betri tíð með blóm í haga. 

Það verður þó ekki annað sagt en að þetta ár hafi verið lærdómsríkt í meira lagi. Við lærðum betur á tæknina, kynntumst því hvað íslenskt sumar hefur upp á að bjóða og hvað samtakamáttur þjóðarinnar getur verið magnaður. Að sama skapi fengum við góða áminningu um hvað það er margt fólk á Íslandi sem skiptir þjóðfélagið ógnarmiklu máli, þrátt fyrir að vera okkur oft ósýnilegt. 

Fólk sem sér til þess að allt gangi sinn vanagang, sinnir ómissandi þjónustu fyrir okkur bæjarbúa en fær sjaldan viðurkenninguna eða þakkirnar sem það á skilið. Fólkið sem sér um þrif og umönnun, styður við börnin okkar í skólunum og sér til þess að allir komist leiðar sinnar á göngu- og hjólastígum bæjarins svo eitthvað sé nefnt. Það var því gríðarlega ánægjulegt að sveitarfélögin og Efling hafi í ár loks náð saman um löngu tímabærar kjarabætur fyrir þessar stéttir, sem mæddi svo sannarlega mikið á í faraldrinum. Við gætum ekki án þeirra verið.

Við vorum líka minnt á hvað vísindin og sérfræðiþekking skipta okkur miklu máli. Það að fylgja leiðbeiningum okkar færasta fagfólks getur beinlínis greint á milli lífs og dauða. Þökk sé heiðarlegri og gegnsærri upplýsingagjöf höfum við geta tekið upplýstar ákvarðanir og sameinast um stór markmið. Ég vona að við getum haldið því áfram, enda eru stór úrlausnarefni framundan í loftslagsmálum þar sem vísindin þurfa að vera í fyrsta sæti. Hefðbundin þraspólitík mun aldrei geta vísað okkur rétta veginn úr þeim ógöngum.

Þangað til getum við lagt okkar á vogarskálarnar. Síðustu mánuðir hafa sýnt okkur svo ekki verðir um villst hvernig samstaða um breytta hegðun getur skipt sköpum. Með því að nýta samtakamáttinn sem býr í íslensku þjóðinni og setja stefnuna á sjálfbærni munum við auka lífsgæði allra, ekki síst barnanna okkar sem eiga allt undir því að við stöndum okkur vel. Ég legg til að við höfum þetta á bakvið eyrað nú þegar við höldum inn í nýja og bjartari tíma.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir samstöðuna, dugnaðinn og úthaldið á árinu sem nú er að líða. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér