Samstarf Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og lögreglunnar um átak gegn heimilisofbeldi

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðasvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum.

Markmið átaksins er að gefa skýr skilaboð um að heimilisofbeldi verði ekki liðið.  Þannig vinna lögreglan og félagsþjónusta sveitarfélaganna saman að því að aðstoða fjölskyldur á markvissan hátt, tryggja öryggi barna og veita þeim stuðning og leiðbeina. Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis er bætt til muna, málin eru rannsökuð betur og upplýsingar um úrræði og eftirfylgd með þolenda er aukin. Þá fá gerendur aðstoð í formi ráðgjafar og boð um meðferð.

Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær hafa verið með sameiginlega bakvakt barnaverndar frá því í janúar 2014. Bakvaktin mun sinna öllum útköllum er varða heimilisofbeldi, bæði hjá barnafjölskyldum og barnlausum fjölskyldum.  Lögregla óskar eftir aðkomu starfsmanna.  Á dagvinnutíma sinna starfsmenn félagsþjónustunnar útköllum. Eftirfylgd með lögreglu er sinnt í hverju sveitarfélagi fyrir sig sem og önnur vinna með fjölskyldurnar.

Reykjavík og Mosfellsbær hafa bæði undirritað sambærilega yfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,