Samstarf Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og lögreglunnar um átak gegn heimilisofbeldi

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðasvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum.

Markmið átaksins er að gefa skýr skilaboð um að heimilisofbeldi verði ekki liðið.  Þannig vinna lögreglan og félagsþjónusta sveitarfélaganna saman að því að aðstoða fjölskyldur á markvissan hátt, tryggja öryggi barna og veita þeim stuðning og leiðbeina. Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis er bætt til muna, málin eru rannsökuð betur og upplýsingar um úrræði og eftirfylgd með þolenda er aukin. Þá fá gerendur aðstoð í formi ráðgjafar og boð um meðferð.

Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær hafa verið með sameiginlega bakvakt barnaverndar frá því í janúar 2014. Bakvaktin mun sinna öllum útköllum er varða heimilisofbeldi, bæði hjá barnafjölskyldum og barnlausum fjölskyldum.  Lögregla óskar eftir aðkomu starfsmanna.  Á dagvinnutíma sinna starfsmenn félagsþjónustunnar útköllum. Eftirfylgd með lögreglu er sinnt í hverju sveitarfélagi fyrir sig sem og önnur vinna með fjölskyldurnar.

Reykjavík og Mosfellsbær hafa bæði undirritað sambærilega yfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar