Samstarf Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og lögreglunnar um átak gegn heimilisofbeldi

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðasvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum.

Markmið átaksins er að gefa skýr skilaboð um að heimilisofbeldi verði ekki liðið.  Þannig vinna lögreglan og félagsþjónusta sveitarfélaganna saman að því að aðstoða fjölskyldur á markvissan hátt, tryggja öryggi barna og veita þeim stuðning og leiðbeina. Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis er bætt til muna, málin eru rannsökuð betur og upplýsingar um úrræði og eftirfylgd með þolenda er aukin. Þá fá gerendur aðstoð í formi ráðgjafar og boð um meðferð.

Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær hafa verið með sameiginlega bakvakt barnaverndar frá því í janúar 2014. Bakvaktin mun sinna öllum útköllum er varða heimilisofbeldi, bæði hjá barnafjölskyldum og barnlausum fjölskyldum.  Lögregla óskar eftir aðkomu starfsmanna.  Á dagvinnutíma sinna starfsmenn félagsþjónustunnar útköllum. Eftirfylgd með lögreglu er sinnt í hverju sveitarfélagi fyrir sig sem og önnur vinna með fjölskyldurnar.

Reykjavík og Mosfellsbær hafa bæði undirritað sambærilega yfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ólafur Þór Gunnarsson
frmbjóðendur
Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi  Samfylkingarinnar.
Salurinn Toyota
Jónas, tennishöllin í Kópavogii
Undirritun_Gegnheimilisofbeldi
þríþraut
Samkor-1
Hopmynd