Samstarfssamningur Bókasafns Garðabæjar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Kópavogs

Nú er hægt að skila gögnum á hvaða samstarfssafni sem er.

BHaustið 2017 endurnýjuðu Bókasafn Garðabæjar, Bókasafn Hafnarfjarðar og Bókasafn Kópavogs samstarfssamning sinn til næstu ára, en samstarfið hófst árið 2005. Forstöðumenn safnanna undirrituðu samninginn á sínum tíma, en í honum felst að lánþegar safnanna mega nýta skírteini sín hjá báðum hinum samstarfssöfnunum. Þetta eru fimm starfsstöðvar í allt – ein í Hafnarfirði og tvær bæði í Kópavogi og Garðabæ. „Því hafa lánþegar aðgang að söfnum sem dreifast á stórt svæði og samanlögðum safnkosti allra bæjarfélaganna, en greiða árgjaldið bara á einum stað,“ segja forstöðumennirnir Lísa Z. Valdimarsdóttir í Kópavogi, Margrét Sigurgeirsdóttir í Garðabæ og Óskar Guðjónsson í Hafnarfirði.

Skil á gögnum á hvaða safni sem er

Í byrjun þessa árs tóku forstöðumenn safnanna ákvörðun um að auka samstarfið enn frekar með því að bjóða lánþegum að skila gögnum sem þeir eru með í láni á hvaða samstarfssafni sem er. „Þetta þýðir að lánþegi sem fær lánuð gögn hjá okkur getur valið um það hvort hann hann skilar þeim hjá okkur í Kópavogi, í Garðabæ eða Hafnarfirði,“ segir Lísa. „Öll söfnin eru með lánþega sem búa í öðru af hinum sveitarfélögunum og því þykir okkur sjálfsagt mál að auka þjónustuna enn frekar,“ bætir Lísa við. Um er að ræða tilraunaverkefni til sex mánaða og hefst það um mánaðarmótin janúar/febrúar.

Sameiginlegir viðburðir

Auk samstarfs um aukna þjónustu í skilum á gögnum munu söfnin þrjú taka sig saman og standa reglulega fyrir sameiginlegum erindum og fræðslu. Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður mun halda fyrsta erindið um betri heilsu og innihaldsríkara líf. Erindið mun fara fram á öllum þremur söfnunum. Mánudaginn 4. febrúar mun Sölvi koma á Bókasafn Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 5. febrúar á Bókasafn Garðabæjar og þriðjudaginn 12. febrúar á Bókasafn Kópavogs. Öll erindin fara fram kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð