Niðurstaða seinni atkvæðagreiðslu félagsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogsbæjar (SfK) um hvort hefja eigi verkfall þann 10. nóvember liggur nú fyrir. Alls greiddu 538 manns atkvæði. 504 eða 94% samþykktu boðun verkfalls og 32 eða 6% voru á móti. Tvö atkvæði voru auð.
Það liggur því fyrir að allsherjarverkfall hefst þann 10. nóvember nk. ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Komi til verkfalls mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi bæjarins.
Facebook
Instagram
YouTube
RSS