Sáu hesta í fyrsta sinn á ævinni. Grænlensk börn í heimsókn í Kópavogi.

Þrjátíu ellefu ára börn frá litlum þorpum á austurströnd Grænlands hafa að undanförnu dvalið í Kópavogi þar sem þau hafa meðal annars lært að synda. Börnin eru hér á landi á vegum Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, í góðu samstarfi við menntasvið Kópavogsbæjar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heilsaði upp á krakkana þar sem þau voru í hádegishléi á hamborgarastað.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heilsaði upp á krakkana þar sem þau voru í hádegishléi á hamborgarastað.

Með börnunum eru sex fararstjórar og kennarar og fylgja þau skipulagðri dagskrá á hverjum degi, eftir skóla og sund. Þau búa við fábrotnar aðstæður á Grænlandi og hafa lært margt nýtt og athyglisvert í heimsókn sinni til Íslands.

Þau gista í Kópavogi en hafa m.a. farið í Húsdýragarðinn, skoðað Gullfoss og Geysi og fengið leiðsögn um sali Alþingis. Þá sáu þau um daginn hesta í fyrsta sinn.

Alls dvelja þau á Íslandi í tvær vikur.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,