Sáu hesta í fyrsta sinn á ævinni. Grænlensk börn í heimsókn í Kópavogi.

Þrjátíu ellefu ára börn frá litlum þorpum á austurströnd Grænlands hafa að undanförnu dvalið í Kópavogi þar sem þau hafa meðal annars lært að synda. Börnin eru hér á landi á vegum Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, í góðu samstarfi við menntasvið Kópavogsbæjar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heilsaði upp á krakkana þar sem þau voru í hádegishléi á hamborgarastað.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heilsaði upp á krakkana þar sem þau voru í hádegishléi á hamborgarastað.

Með börnunum eru sex fararstjórar og kennarar og fylgja þau skipulagðri dagskrá á hverjum degi, eftir skóla og sund. Þau búa við fábrotnar aðstæður á Grænlandi og hafa lært margt nýtt og athyglisvert í heimsókn sinni til Íslands.

Þau gista í Kópavogi en hafa m.a. farið í Húsdýragarðinn, skoðað Gullfoss og Geysi og fengið leiðsögn um sali Alþingis. Þá sáu þau um daginn hesta í fyrsta sinn.

Alls dvelja þau á Íslandi í tvær vikur.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar