Sáu hesta í fyrsta sinn á ævinni. Grænlensk börn í heimsókn í Kópavogi.

Þrjátíu ellefu ára börn frá litlum þorpum á austurströnd Grænlands hafa að undanförnu dvalið í Kópavogi þar sem þau hafa meðal annars lært að synda. Börnin eru hér á landi á vegum Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, í góðu samstarfi við menntasvið Kópavogsbæjar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heilsaði upp á krakkana þar sem þau voru í hádegishléi á hamborgarastað.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heilsaði upp á krakkana þar sem þau voru í hádegishléi á hamborgarastað.

Með börnunum eru sex fararstjórar og kennarar og fylgja þau skipulagðri dagskrá á hverjum degi, eftir skóla og sund. Þau búa við fábrotnar aðstæður á Grænlandi og hafa lært margt nýtt og athyglisvert í heimsókn sinni til Íslands.

Þau gista í Kópavogi en hafa m.a. farið í Húsdýragarðinn, skoðað Gullfoss og Geysi og fengið leiðsögn um sali Alþingis. Þá sáu þau um daginn hesta í fyrsta sinn.

Alls dvelja þau á Íslandi í tvær vikur.

-kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar