Segja skipulagsslys í uppsiglingu í hjarta bæjarins

Hópur sem kallar sig Vini Kópavogs hefur sent hvatningu til bæjarstjórnar Kópavogs um að endurskoða skipulagsáform og hefja raunverulegt samráð við íbúa bæjarfélagsins. „Fram til þessa hafa bæjaryfirvöld aðallega boðið upp á „sýndarsamráð“ og lagt ofur áherslu á að koma á móts við hagsmuni fyrirtækja sem hafa hag af miklu byggingarmagni,“ segir í tilkynningu frá hópnum sem er svohljóðandi:

Skuggalegt skipulagsslys gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins, segir í tilkynningu Vina Kópavogs.

„Það þarf að vanda betur til verka og afstýra skuggalegu skipulagsslysi sem gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins. Hvernig til tekst getur ráðið úrslitum um bæjarbrag í Kópavogi til langrar framtíðar. Hópurinn bendir á og færir rök fyrir að vinnubrögð bæjaryfirvalda í Kópavogi í skipulagsmálum hafa undanfarið hvorki verið ígrunduð né vönduð, kvartanir margar og úrskurðir í deilumálum oft bæjaryfirvöldum í óhag. Úrbóta er þörf!

Stjórnsýslan og umhyggjan fyrir sameiginlegum sjóði bæjarbúa virðist ekki heldur vera upp á marga fiska. Á vegum hópsins hefur verið tekin saman greinargerð um stjórnsýslu við sölu eigna bæjarfélagsins.  Greinargerðin bendir til þess að bæði skipulagslög og stjórnsýslulög hafi verið brotin auk þess sem það skortir fyrirhyggju í fjármálum bæjarfélagsins.

Vinir Kópavogs benda bæjarstjórn Kópavogs á að það er bæði tími og tækifæri til að úrbóta; tækifæri til að taka heildstætt á málum og hætta að skipuleggja í bútum; tækifæri til að hafa til hliðsjónar legu borgarlínu um Digranes; tækifæri til gefa sér góðan tíma og að hefja raunverulegt samráð við Kópavogsbúa.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar