Segja skipulagsslys í uppsiglingu í hjarta bæjarins

Hópur sem kallar sig Vini Kópavogs hefur sent hvatningu til bæjarstjórnar Kópavogs um að endurskoða skipulagsáform og hefja raunverulegt samráð við íbúa bæjarfélagsins. „Fram til þessa hafa bæjaryfirvöld aðallega boðið upp á „sýndarsamráð“ og lagt ofur áherslu á að koma á móts við hagsmuni fyrirtækja sem hafa hag af miklu byggingarmagni,“ segir í tilkynningu frá hópnum sem er svohljóðandi:

Skuggalegt skipulagsslys gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins, segir í tilkynningu Vina Kópavogs.

„Það þarf að vanda betur til verka og afstýra skuggalegu skipulagsslysi sem gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins. Hvernig til tekst getur ráðið úrslitum um bæjarbrag í Kópavogi til langrar framtíðar. Hópurinn bendir á og færir rök fyrir að vinnubrögð bæjaryfirvalda í Kópavogi í skipulagsmálum hafa undanfarið hvorki verið ígrunduð né vönduð, kvartanir margar og úrskurðir í deilumálum oft bæjaryfirvöldum í óhag. Úrbóta er þörf!

Stjórnsýslan og umhyggjan fyrir sameiginlegum sjóði bæjarbúa virðist ekki heldur vera upp á marga fiska. Á vegum hópsins hefur verið tekin saman greinargerð um stjórnsýslu við sölu eigna bæjarfélagsins.  Greinargerðin bendir til þess að bæði skipulagslög og stjórnsýslulög hafi verið brotin auk þess sem það skortir fyrirhyggju í fjármálum bæjarfélagsins.

Vinir Kópavogs benda bæjarstjórn Kópavogs á að það er bæði tími og tækifæri til að úrbóta; tækifæri til að taka heildstætt á málum og hætta að skipuleggja í bútum; tækifæri til að hafa til hliðsjónar legu borgarlínu um Digranes; tækifæri til gefa sér góðan tíma og að hefja raunverulegt samráð við Kópavogsbúa.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Brynja Hlíf Hjaltadóttir. Mynd: Motorcross.is
default
Donata H. Bukowska, ráðgjafi í málefnum nemenda af erlendum uppruna  skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnar Kópavogs.
Gylfi
alfurinn
Birna og Steini.
Arnþór Sigurðsson
Helga Hauksdóttir
Gladheimar í Kópavogi