Segja skipulagsslys í uppsiglingu í hjarta bæjarins

Hópur sem kallar sig Vini Kópavogs hefur sent hvatningu til bæjarstjórnar Kópavogs um að endurskoða skipulagsáform og hefja raunverulegt samráð við íbúa bæjarfélagsins. „Fram til þessa hafa bæjaryfirvöld aðallega boðið upp á „sýndarsamráð“ og lagt ofur áherslu á að koma á móts við hagsmuni fyrirtækja sem hafa hag af miklu byggingarmagni,“ segir í tilkynningu frá hópnum sem er svohljóðandi:

Skuggalegt skipulagsslys gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins, segir í tilkynningu Vina Kópavogs.

„Það þarf að vanda betur til verka og afstýra skuggalegu skipulagsslysi sem gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins. Hvernig til tekst getur ráðið úrslitum um bæjarbrag í Kópavogi til langrar framtíðar. Hópurinn bendir á og færir rök fyrir að vinnubrögð bæjaryfirvalda í Kópavogi í skipulagsmálum hafa undanfarið hvorki verið ígrunduð né vönduð, kvartanir margar og úrskurðir í deilumálum oft bæjaryfirvöldum í óhag. Úrbóta er þörf!

Stjórnsýslan og umhyggjan fyrir sameiginlegum sjóði bæjarbúa virðist ekki heldur vera upp á marga fiska. Á vegum hópsins hefur verið tekin saman greinargerð um stjórnsýslu við sölu eigna bæjarfélagsins.  Greinargerðin bendir til þess að bæði skipulagslög og stjórnsýslulög hafi verið brotin auk þess sem það skortir fyrirhyggju í fjármálum bæjarfélagsins.

Vinir Kópavogs benda bæjarstjórn Kópavogs á að það er bæði tími og tækifæri til að úrbóta; tækifæri til að taka heildstætt á málum og hætta að skipuleggja í bútum; tækifæri til að hafa til hliðsjónar legu borgarlínu um Digranes; tækifæri til gefa sér góðan tíma og að hefja raunverulegt samráð við Kópavogsbúa.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,