• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Sema Erla Serdar er Kópavogsbúi ársins

Sema Erla Serdar er Kópavogsbúi ársins
ritstjorn
21/12/2016

Óþreytandi í baráttu gegn hatursorðræðu.

Sema Erla Serdar, er Kópavogsbúi ársins 2016, að mati Kópavogsblaðsins.

Hatursorðræða er tiltölulega nýtt íslenskt orð. Orðið nær yfir þá sem tjá sig með áköfum og hatursfullum hætti á internetinu, í kommentakerfum netmiðla, á samfélagsmiðlum eða í öðrum fjölmiðlum.

Í tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins nr. 97(20) er að finna nokkurs konar skilgreiningu á hatursorðræðu. Þar segir meðal annars að hatursorðræða sé: „…öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþátta-, útlendinga, gyðinga eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi, þar á meðal umburðarleysi sem er tjáð með herskárri/óvæginni þjóðræknisstefnu/þjóðernishyggju eða þjóðhverfum sjónarmiðum, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna.“

Á Fundi Fólksins í haust fór fram pallborðsumræða um hatursorðræðu í fjölmiðlum. Meðal þess sem þar kom fram var að óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber persóna á Íslandi væri að fólk hefði opinbera skoðun á henni. Sú skoðun getur verið mjög óvarleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og fela í sér hatur á manneskjunni. Kópavogsbúi ársins, að mati Kópavogsblaðsins, er Sema Erla Serdar. Hún fer einna fremst í hópi þeirra sem berjast gegn hatursorðræðu í opinberri umræðu. Hún á tyrkneskan föður, er fædd á Íslandi, gekk í skóla á Íslandi, er fermd í íslensku þjóðkirkjunni og talar fyrir jafnrétti, réttlæti og mannréttindum. Sjálf segir hún málflutning sinn og skoðanir vera hófsaman en telur að vegna þess að hún sé kona, eigi erlendan föður og tjái sig um málefni innflytjenda, fjölmenningarsamfélagsins og málefni fólks á flótta megi hún þola ótrúlegar aðdróttanir, hótanir og hatursfull ummæli. „Ég er fyrir löngu hætt að reyna að svara fyrir mig þegar ég fæ verstu ummælin yfir mig,“ segir Sema. „Það er eins og að hella olíu á eld. Rök virðast ekki skipta neinu máli enda snúast ummælin aldrei um það sem ég segi, skrifa eða geri heldur um mína persónu, minn uppruna, hvað ég eigi að vera og hvað ekki. Umræðunni um hatursorðræðu er yfirleitt blandað saman við umræðuna um tjáningarfrelsi, sem ég tel ekki vera rétta nálgun. Hatursorðræða er ekkert annað en andlegt ofbeldi,“ segir Sema. „Fólk segist vera að nota tjáningafrelsi sitt þegar það veður yfir mig, hótar mér og lýgur jafnvel upp á mig persónulegum hlutum og skoðunum. Réttur fólks til þess að vera laus við mismunun hlýtur að ganga lengra en það. Það er hreinlega bannað með lögum að ráðast opinberlega að hópi manna með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða,“ segir Sema og vísar í grein 233a í almennum hegningarlögum, máli sínu til stuðnings.

Sema Erla hefur verið óþreytandi að vekja athygli á hatursorðræðu, flytja forvarnarfyrirlestra um málefnið, meðal annars í skólum og skila skömminni þegar slíkt á við. „Krakkar sem ég hitti í skólum eru oft agndofa yfir ummælum sem ég sýni þeim að fullorðið fólk lætur út úr sér á netinu. Þar eru ótrúlegustu hlutir látnir flakka sem myndu sjálfsagt aldrei vera sagðir augliti til auglitis. Ég mætti eitt sinn konu í Bónus sem hafði viðurstyggileg ummæli um mig á kommentakerfinu í DV. Þegar augu okkar mættust bar hún kennsl á mig, varð skömmustuleg og forðaði sér út úr búðinni. Þetta segir mér svo mikið. Sem betur fer eru nokkrir sem hafa séð að sér og beðið mig afsökunar á ummælum sínum um mig og tekið fulla ábyrgð á því. Mér þykir mjög vænt um það. Fólk getur misst sig í múgæsingu fjöldans sem er stórhættulegt,“ segir Sema sem er bjartsýn á að með aukinni fræðslu og forvörnum megi stemma stigu við hatursorðræðu sem hún telur vera stórhættulegt samfélagsmein, enda sé hatursorðræða oft undanfari hatursglæpa. „Að mínu mati skila forvarnir bestum árangri. Allir þurfa að líta í eigin barm því orðum fylgja ábyrgð. Almenna reglan á að vera sú að að ef þú getur ekki sagt það sem þú vilt segja við manneskjuna augliti til auglitis þá áttu að sleppa því að skrifa það á internetið.“

Efnisorðefst á baugikópavogsbúi ársins
Fréttir
21/12/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugikópavogsbúi ársins

Meira

  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.