Spyr um boð bæjarfulltrúa á Timberlake

Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Vísir greinir frá því í dag að bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar hafi verið boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða og hefur eftirfarandi um málið að segja í samtali við Vísi:

„Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins.“

Sigurjón vitnar í siðareglur bæjarins þar sem segir: „Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“ Hann hafi því lagt fram tvær fyr­ir­spurn­ir á síðasta bæjarráðsfundi. Sú fyrri er svohljóðandi:

„Hvað fékk Kópa­vogs­bær og ein­stak­ir starfs­menn marga miða að gjöf frá Senu á tón­leika Just­ins Timberla­kes? Hverj­ir fengu slíka miða að gjöf frá Senu? Tel­ur þú að það sam­ræm­ist siðaregl­um kjör­inna full­trúa og stjórn­enda bæj­ar­ins að þiggja slík­ar gjaf­ir frá viðskipta­manni Kópa­vogs­bæj­ar?“

Seinni fyrirspurnin frá Sigurjóni hljóðar svo:

„Í kjöl­far vel heppnaðra tón­leika Just­ins Timberla­kes í húsa­kynn­um Kópa­vogs­bæj­ar spyr ég bæj­ar­stjóra hverj­ar tekj­ur bæj­ar­ins voru af leigu og öðru umstangi í kring­um tón­leik­ana og þurfti Kópa­vogs­bær að leggja út í ein­hvern kostnað vegna þeirra?“

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sumarvinna2015_2
Kleifakor
2015 Hverfafélag Smárahverfis
Pop-up ljóðalestur-2015012447
Herra Hnetusmjör
image-4
stefnir_0004
Afmæli
vodafone_310x400