Spyr um boð bæjarfulltrúa á Timberlake

Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Vísir greinir frá því í dag að bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar hafi verið boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða og hefur eftirfarandi um málið að segja í samtali við Vísi:

„Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins.“

Sigurjón vitnar í siðareglur bæjarins þar sem segir: „Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“ Hann hafi því lagt fram tvær fyr­ir­spurn­ir á síðasta bæjarráðsfundi. Sú fyrri er svohljóðandi:

„Hvað fékk Kópa­vogs­bær og ein­stak­ir starfs­menn marga miða að gjöf frá Senu á tón­leika Just­ins Timberla­kes? Hverj­ir fengu slíka miða að gjöf frá Senu? Tel­ur þú að það sam­ræm­ist siðaregl­um kjör­inna full­trúa og stjórn­enda bæj­ar­ins að þiggja slík­ar gjaf­ir frá viðskipta­manni Kópa­vogs­bæj­ar?“

Seinni fyrirspurnin frá Sigurjóni hljóðar svo:

„Í kjöl­far vel heppnaðra tón­leika Just­ins Timberla­kes í húsa­kynn­um Kópa­vogs­bæj­ar spyr ég bæj­ar­stjóra hverj­ar tekj­ur bæj­ar­ins voru af leigu og öðru umstangi í kring­um tón­leik­ana og þurfti Kópa­vogs­bær að leggja út í ein­hvern kostnað vegna þeirra?“

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar