Spyr um boð bæjarfulltrúa á Timberlake

Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Vísir greinir frá því í dag að bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar hafi verið boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða og hefur eftirfarandi um málið að segja í samtali við Vísi:

„Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins.“

Sigurjón vitnar í siðareglur bæjarins þar sem segir: „Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“ Hann hafi því lagt fram tvær fyr­ir­spurn­ir á síðasta bæjarráðsfundi. Sú fyrri er svohljóðandi:

„Hvað fékk Kópa­vogs­bær og ein­stak­ir starfs­menn marga miða að gjöf frá Senu á tón­leika Just­ins Timberla­kes? Hverj­ir fengu slíka miða að gjöf frá Senu? Tel­ur þú að það sam­ræm­ist siðaregl­um kjör­inna full­trúa og stjórn­enda bæj­ar­ins að þiggja slík­ar gjaf­ir frá viðskipta­manni Kópa­vogs­bæj­ar?“

Seinni fyrirspurnin frá Sigurjóni hljóðar svo:

„Í kjöl­far vel heppnaðra tón­leika Just­ins Timberla­kes í húsa­kynn­um Kópa­vogs­bæj­ar spyr ég bæj­ar­stjóra hverj­ar tekj­ur bæj­ar­ins voru af leigu og öðru umstangi í kring­um tón­leik­ana og þurfti Kópa­vogs­bær að leggja út í ein­hvern kostnað vegna þeirra?“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn