Sérstök Smáralindar útgáfa af NUDE Magazine gefin út í dag.

Sérstök Smáralindar útgáfa af NUDE Magazine er gefin út í dag. Í tilkynningu frá Smáralind kemur fram að í blaðinu, sem er 84 blaðsíður að lengd, er fjallað um allt það helsta í haust- og vetrartískunni 2013.

Allt það helsta í haust- og vetrartískunni 2013 í NUDE Magazine Smáralind.
Allt það helsta í haust- og vetrartískunni 2013 í NUDE Magazine Smáralind.

Glæsilegir tískuþættir sýna það nýjasta í dömu-, herra- og barnafatatískunni.  Þetta er í fyrsta skiptið sem barnafatnaður er sýndur í NUDE Magazine.

!cid_image002_jpg@01CEAA20 !cid_image003_jpg@01CEAA20

 

Fyrir utan starfsfólkið hjá NUDE magazine tóku ljósmyndarar eins og Kári Sverrisson, Gulli Már og Íris Dögg Einarsdóttir þátt í verkefninu og eiga hver um sig einn myndaþátt í blaðinu. Í blaðinu er einnig að finna áhugaverð viðtöl og greinar og allt um förðunina fyrir haustið.

!cid_image009_jpg@01CEAA20 !cid_image008_jpg@01CEAA20 !cid_image007_jpg@01CEAA20

 

Blaðinu verður dreift í Smáralind og geta því allir aðdáendur NUDE Magazine og flottra tískutímarita komið og nælt sér í frítt eintak.

Þetta er í annað sinn sem blaðið er gefið út á prenti í samstarfi við Smáralind og síðast kláraðist upplagið á skömmum tíma.

Blaðið verður einnig hægt að skoða á www.nudemagazine.is eða á www.smaralind.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar