Sesselja Friðriksdóttir úr félagsmiðstöðinni Kjarninn sigraði söngkeppni unglinga

Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum 28. janúar sl. Níu atriði voru á dagskrá en það er eitt atriði frá hverri  félagsmiðstöð. Rómantík einkenndi lagaval unglinganna í keppninni í ár og var hvert atriði öðru betra.

Sigurveigari keppninnar hlaut í verðlaun bikar til eignar, farandbikar söngkeppninnar til varðveislu í eitt ár og gjafabréf uppá 4 upptökutíma frá einu stærsta og flottasta hljóðveri landsins, Súdíó Sýrland.

Sigurveigarinn var Sesselja Friðriksdóttir frá félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla. Sesselja flutti lagið „If I ain´t got you“ með Alicia Keys.

2. sæti hlutu Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir og Sveinbjörn Rúnarsson fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Igló í Snælandsskóla og 3. sæti Heiða Björk Garðarsdóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix í Salaskóla. Þessir þátttakendur verða fulltrúar Kópavogs í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni  7.  mars nk.

2. Sæti Sveinbjörn Rúnarsson, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir  úr  félagsmiðstöðinni Igló.
2. Sæti Sveinbjörn Rúnarsson, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr
félagsmiðstöðinni Igló.
3. Sæti  Heiða Björk Garðarsdóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix.
3. Sæti Heiða Björk Garðarsdóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix.

Dómarar í keppninni voru: Margrét Eir Hjartardóttir söngkona, Helgi Sæmundur Guðmundsson úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur, Kristófer Rodriques,trommuleikari, Elísabet Ormslev söngkona og Birgir Steinn Stefánsson söngvari  og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar September.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn