Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum 28. janúar sl. Níu atriði voru á dagskrá en það er eitt atriði frá hverri félagsmiðstöð. Rómantík einkenndi lagaval unglinganna í keppninni í ár og var hvert atriði öðru betra.
Sigurveigari keppninnar hlaut í verðlaun bikar til eignar, farandbikar söngkeppninnar til varðveislu í eitt ár og gjafabréf uppá 4 upptökutíma frá einu stærsta og flottasta hljóðveri landsins, Súdíó Sýrland.
Sigurveigarinn var Sesselja Friðriksdóttir frá félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla. Sesselja flutti lagið „If I ain´t got you“ með Alicia Keys.
2. sæti hlutu Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir og Sveinbjörn Rúnarsson fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Igló í Snælandsskóla og 3. sæti Heiða Björk Garðarsdóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix í Salaskóla. Þessir þátttakendur verða fulltrúar Kópavogs í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni 7. mars nk.

félagsmiðstöðinni Igló.

Dómarar í keppninni voru: Margrét Eir Hjartardóttir söngkona, Helgi Sæmundur Guðmundsson úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur, Kristófer Rodriques,trommuleikari, Elísabet Ormslev söngkona og Birgir Steinn Stefánsson söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar September.