Sesselja Friðriksdóttir úr félagsmiðstöðinni Kjarninn sigraði söngkeppni unglinga

Sesselja Friðriksdóttir úr félagsmiðstöðinni Kjarninn, heillaði alla með söng sínum og bar sigur úr býti.

Söngkeppni félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi fór fram í Salnum 28. janúar sl. Níu atriði voru á dagskrá en það er eitt atriði frá hverri  félagsmiðstöð. Rómantík einkenndi lagaval unglinganna í keppninni í ár og var hvert atriði öðru betra.

Sigurveigari keppninnar hlaut í verðlaun bikar til eignar, farandbikar söngkeppninnar til varðveislu í eitt ár og gjafabréf uppá 4 upptökutíma frá einu stærsta og flottasta hljóðveri landsins, Súdíó Sýrland.

Sigurveigarinn var Sesselja Friðriksdóttir frá félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla. Sesselja flutti lagið „If I ain´t got you“ með Alicia Keys.

2. sæti hlutu Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir og Sveinbjörn Rúnarsson fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Igló í Snælandsskóla og 3. sæti Heiða Björk Garðarsdóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix í Salaskóla. Þessir þátttakendur verða fulltrúar Kópavogs í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni  7.  mars nk.

2. Sæti Sveinbjörn Rúnarsson, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir  úr  félagsmiðstöðinni Igló.
2. Sæti Sveinbjörn Rúnarsson, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr
félagsmiðstöðinni Igló.
3. Sæti  Heiða Björk Garðarsdóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix.
3. Sæti Heiða Björk Garðarsdóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix.

Dómarar í keppninni voru: Margrét Eir Hjartardóttir söngkona, Helgi Sæmundur Guðmundsson úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur, Kristófer Rodriques,trommuleikari, Elísabet Ormslev söngkona og Birgir Steinn Stefánsson söngvari  og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar September.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að