• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Kópavogsheilsan: Settu þig í fyrsta sæti.

Kópavogsheilsan: Settu þig í fyrsta sæti.
ritstjorn
06/08/2013
Sigga Karls, heilsuráðgjafi.

Sigga Karls, heilsuráðgjafi.

Núna langar mig til þessa að deila með ykkur Þriðja boðorðinu mínu. Mér finnst það pínu uppáhalds.

Ég hef aldrei lent í fyrsta sæti. Ekki í neinu. Aldrei fengið bikar. Nema fyrir framför og ástundun í fótbolta. Ég var mjög dugleg að stunda íþróttir þegar ég var lítil og fram yfir unglingsárin og fékk alveg helling af medalíum. En aldrei var það fyrsta sætið. Það var alltí lagi. Ég var með fínt jafnaðargeð sem barn og fannst bara gaman að taka þátt og fá önnur eða þriðju verðlaun.

Það sem var kannski ekki alveg allt í lagi var að í lífinu setti ég sjálfa mig ekki í fyrsta sætið. Kannski þess vegna sem ég vann aldrei fyrstu verðlaun. Ég skal ekki segja. En ég átti erfitt með að taka pláss og hugsa vel um mig og heilsuna mína.

Ég man eftir því þegar ég var lítil og ég kom að umferðagötu. Einu almennilegu umferðargötunni á Selfossi. Ég vildi ekki að bílarnir myndu stoppa fyrir mér, svo ég beið oft og þóttist skoða blómin á umferðareyjunni svo bílarnir þurftu ekki að stoppa fyrir mér. Þegar þeir voru farnir framhjá skoppaði ég yfir götuna. Með fulla lúku af gulum fíflum. Ég var ekki í fyrsta sæti hjá sjálfri mér.

Á unglingsárunum og fram að byrjunar-dömu-árunum vann ég voðalega mikið. Ég var í tveimur eða þremur störfum og jafnvel í skóla með. Hvers vegna? Það vantaði fólk. Ég gat og þorði ekki að segja nei. Úrvinda í skrokknum og ringluð í toppstykkinu mætti ég í vinnuna. Af því það vantaði fólk.

Ég setti sjálfa mig ekki í fyrsta sætið.

Ég sat stundum og hlustaði á fólk. Stundum var ég alveg að pissa í buxurnar, en fór ekki á klósettið. Því ég var svo mikið að hlusta á fólk og vera með í samræðum. Ég þorði ekki að standa upp og pissa, þá myndi ég trufla samræðurnar.

Ég setti sjálfa mig ekki í fyrsta sæti.

Ég borðaði oft mjög óreglulega af því ég gaf sjálfri mér ekki tíma til að borða. Eða gaf sjálfri mér ekki tíma til að hreyfa mig markvisst. Í vinnunni eða á öðrum stöðum var ég oft of upptekin við að gera eitthvað annað en að hugsa um sjálfa mig og setja sjálfa mig í fyrsta sætið.

Ef ég hugsa ekki um sjálfa mig, hver gerir það þá?

Heilsan mín er það mikilvægasta sem ég hef. Ef ég hef hana ekki, hvað hef ég þá?

Ok. Setjum Siggu í tímavél. Í þykjó er til tímavél. Stillum hana á 30 ár fram í tímann. Þar horfir „gamla sigga“……….afsakið, ég meina „Sigga á besta aldri“, útum gluggann á húsinu sínu í sveitinni og langar svakalega að gera kartöflugarð og rækta gulrætur. Og rófur. Fá sér jafnvel nokkrar hænur.

En „Sigga- á besta aldri“ getur ekki látið þann draum rætast. Hún er bakveik eftir of mikla vinnu, með gigt í hnjám og ökla vegna ofþyngdar og ónýta pissublöðru. Meltingarfærin hennar eru líka í ólagi. Hún tekur kúkatöflur sem hún fær skaffaðar frá lækninum.

„Sigga á besta aldri“ er rétt um sextugt. Og hún getur ekki ræktað rófur.

Þetta hafði hún upp úr því að setja sjálfa sig ekki í fyrsta sætið. Hvað græddi hún á þessu öllu saman.

Jú, Viðurkenningu.

Ah, þessi Viðurkenning. Súrsætur andskoti eins og Bubbi myndi orða það.

En Viðurkenningin ræktar ekki rófur. Eða gefur hænunum að borða.

Þriðja boðorð Siggu: Setjið sjálfa(n) ykkur í fyrsta sætið.

Hugsum vel um okkur sjálf. Líkamlega og andlega. Þannig höldum við heilsunni okkar í lagi. Og það er það besta sem við getum gefið okkur sjálfum!

Njótið þess að vera þið í ykkar líkama með ykkar sál og gerið það besta hverju sinni til að klappa ykkur á öxlina og vera góð við sjálfa(n) ykkur!

Hlýjir straumar til ykkar!

Ykkar Sigga

Heilbrigð Heilsurágjöf er hér á Facebook.

Efnisorð
Mannlíf
06/08/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
  • Lesa meira
    Leikskólar í Kópavogi í máli og myndum

    Myndbönd sem kynna starf og áherslur allra leikskólanna í Kópavogi eru nú aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Í þeim segja...

    ritstjorn 30/06/2019
  • Lesa meira
    Byggðin í Kópavogsdalnum: sandgryfjurnar, frystihús, lakkrís, ástir og örlög

    Vorfundar Sögufélags Kópavogs er beðið með mikilli eftirvæntingu enda alltaf um gríðarlega skemmtilegan viðburð að ræða. Takið...

    ritstjorn 30/04/2019
  • Lesa meira
    Barnamenningarhátíð í Kópavogi

    Afar vel tókst til við Barnamenningarhátíð í Kópavogi sem fram fór vikuna 8.-13.apríl. Fjölmargir leik- og grunnskólahópar...

    ritstjorn 14/04/2019
  • Lesa meira
    Söfnuðu fyrir Stígamót

    Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum tók nýverið við 100.000 króna styrk frá femínistanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Á jafnréttisdögum...

    ritstjorn 13/04/2019
  • Lesa meira
    Norrænt Rapp og Hip Hop veisla í Salnum

    Það kvað við nýjan tón í Salnum laugardaginn 19. janúar þegar danskir, sænskir og íslenskir rapp og...

    Auðun Georg Ólafsson 06/04/2019
  • Lesa meira
    Dagskrá fyrir krakka í vetrarfríi

    Vetrarfrí er í grunnskólum Kópavogs í næstu viku, 25.-26. febrúar. Hvað gera bændur þá? Menningarhúsin í Kópavogi...

    ritstjorn 19/02/2019
  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Enn eru nokkur laus pláss á Lesið fyrir hunda laugardaginn 2. febrúar í Bókasafni Kópavogs. „Dóttir mín...

    ritstjorn 28/01/2019
  • Lesa meira
    Jammað í Molanum

    Molinn er Ungmenna- og menningarhús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, þar sem þeim gefst færi...

    ritstjorn 15/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • 50 ár hjá BYKO
    Fréttir29/08/2019
  • Kópavogsbúi og Þingeyingur greina ljósmynir úr sögu Kópavogs
    Fréttir21/09/2019
  • Einstök innsýn í innra líf manneskju í geðrofi
    Menning21/08/2019
  • Vináttuganga í Kópavogi
    Fréttir14/11/2019
  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

© 2019 Kópavogsblaðið slf.