Sex tilboð hafa borist í Fannborg

Bæjarskrifstofurnar eru nú í þremur húsum, í Fannborg 2, 4 og 6.

Starfshópur, sem skipaður var vegna fyrirhugaðra flutninga bæjarskrifstofa frá Fannborg, hefur ekki lokið störfum en hópurinn átti að skila af sér tillögum í lok september. Í hópnum sitja auk Páls Magnússonar, bæjarritara, og Steingríms Haukssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs; Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir og Sverrir Óskarsson sem fulltrúar úr meirihluta í bæjarstjórn og þau Birkir Jónsson og Ása Richardsdóttir úr minnihluta. Áheyrnarfulltrúi úr minnihluta er Arnþór Sigurðsson. Sex tilboð hafa borist frá áhugasömum kaupendum á Fannborginni, samkvæmt heimildum Kópavogsblaðsins. Verið er að skoða fimm möguleika á húsnæði sem bærinn getur keypt eða leigt fyrir utan að byggja nýtt stjórnsýsluhús. Starfshópurinn kannar alla möguleika um verð, stærð, staðsetningu, notagildi og hagkvæmni og mun skila af sér skýrslu á næstu tveimur vikum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar