Starfshópur, sem skipaður var vegna fyrirhugaðra flutninga bæjarskrifstofa frá Fannborg, hefur ekki lokið störfum en hópurinn átti að skila af sér tillögum í lok september. Í hópnum sitja auk Páls Magnússonar, bæjarritara, og Steingríms Haukssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs; Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir og Sverrir Óskarsson sem fulltrúar úr meirihluta í bæjarstjórn og þau Birkir Jónsson og Ása Richardsdóttir úr minnihluta. Áheyrnarfulltrúi úr minnihluta er Arnþór Sigurðsson. Sex tilboð hafa borist frá áhugasömum kaupendum á Fannborginni, samkvæmt heimildum Kópavogsblaðsins. Verið er að skoða fimm möguleika á húsnæði sem bærinn getur keypt eða leigt fyrir utan að byggja nýtt stjórnsýsluhús. Starfshópurinn kannar alla möguleika um verð, stærð, staðsetningu, notagildi og hagkvæmni og mun skila af sér skýrslu á næstu tveimur vikum.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.