Sex tilboð hafa borist í Fannborg

Starfshópur, sem skipaður var vegna fyrirhugaðra flutninga bæjarskrifstofa frá Fannborg, hefur ekki lokið störfum en hópurinn átti að skila af sér tillögum í lok september. Í hópnum sitja auk Páls Magnússonar, bæjarritara, og Steingríms Haukssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs; Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir og Sverrir Óskarsson sem fulltrúar úr meirihluta í bæjarstjórn og þau Birkir Jónsson og Ása Richardsdóttir úr minnihluta. Áheyrnarfulltrúi úr minnihluta er Arnþór Sigurðsson. Sex tilboð hafa borist frá áhugasömum kaupendum á Fannborginni, samkvæmt heimildum Kópavogsblaðsins. Verið er að skoða fimm möguleika á húsnæði sem bærinn getur keypt eða leigt fyrir utan að byggja nýtt stjórnsýsluhús. Starfshópurinn kannar alla möguleika um verð, stærð, staðsetningu, notagildi og hagkvæmni og mun skila af sér skýrslu á næstu tveimur vikum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

!cid_63B7B7FD-2C68-44B1-89E1-F70E8FD94DE3
hanna-lilja
Guðný Þóra Guðmundsdóttir, listrænn stjórnandi Cycle.
storumalin
Jafnréttisviðurkenning
ljod
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í suðvesturkjördæmi.
Jóhannes Birgir Jensson
Sema Erla Serdar