Sex tilboð hafa borist í Fannborg

Bæjarskrifstofurnar eru nú í þremur húsum, í Fannborg 2, 4 og 6.

Starfshópur, sem skipaður var vegna fyrirhugaðra flutninga bæjarskrifstofa frá Fannborg, hefur ekki lokið störfum en hópurinn átti að skila af sér tillögum í lok september. Í hópnum sitja auk Páls Magnússonar, bæjarritara, og Steingríms Haukssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs; Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir og Sverrir Óskarsson sem fulltrúar úr meirihluta í bæjarstjórn og þau Birkir Jónsson og Ása Richardsdóttir úr minnihluta. Áheyrnarfulltrúi úr minnihluta er Arnþór Sigurðsson. Sex tilboð hafa borist frá áhugasömum kaupendum á Fannborginni, samkvæmt heimildum Kópavogsblaðsins. Verið er að skoða fimm möguleika á húsnæði sem bærinn getur keypt eða leigt fyrir utan að byggja nýtt stjórnsýsluhús. Starfshópurinn kannar alla möguleika um verð, stærð, staðsetningu, notagildi og hagkvæmni og mun skila af sér skýrslu á næstu tveimur vikum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem