Siglinganámskeið fyrir fullorðna hjá Ými.


Risastórt tækifæri er að skapast fyrir fullorðið fólk í Kópavogi sem hefur alltaf dreymt um að sigra öldur hafsins. Siglinganámskeið hjá Ými er að fara í gang.

Stolt siglir fleyið á fullorðins siglinganámskeiði Ýmis í Kópavogi. Mynd: siglingafelag.is

Stolt siglir fleyið á fullorðins siglinganámskeiði Ýmis í Kópavogi. Mynd: siglingafelag.is

Námskeiðið hefst 12. ágúst þar sem nemendur læra að sigla og umgangast skútu. Kennslan fer fram á Secret 26 feta skútu í eigu félagsins. Pláss er fyrir fimm nemendur á þessu námskeiði þannig að það er um að gera að drífa sig og skrá sig.

Námskeiðstímar:

Mánudagur 12/8 17-21
Þriðjudagur 13/8 17-21
Miðvikudagur 14/8 17-21
Fimmtudagur 15/8 17-21
Mánudagur 19/8 17-21

Upplýsingar og skráning í síma 860-5530 eða með e-mail: siglingafelag@siglingafelag.is

Félagsmenn Ýmis eru minntir á félagsdaga á fimmtudögum. Þá eru bátar félagsins til reiðu fyrir félagsmenn. Secret bátarnir eru til reiðu með skipstjórum kl. 17:00. Þetta er líka tilvalið tækifæri fyrir nýja áhugasama félagsmenn að mæta skrá sig og skella sér út á sjó með vönu fólki.

www.siglingafelag.is