Siglinganámskeið fyrir fullorðna hjá Ými.

Risastórt tækifæri er að skapast fyrir fullorðið fólk í Kópavogi sem hefur alltaf dreymt um að sigra öldur hafsins. Siglinganámskeið hjá Ými er að fara í gang.

Stolt siglir fleyið á fullorðins siglinganámskeiði Ýmis í Kópavogi. Mynd: siglingafelag.is
Stolt siglir fleyið á fullorðins siglinganámskeiði Ýmis í Kópavogi. Mynd: siglingafelag.is

Námskeiðið hefst 12. ágúst þar sem nemendur læra að sigla og umgangast skútu. Kennslan fer fram á Secret 26 feta skútu í eigu félagsins. Pláss er fyrir fimm nemendur á þessu námskeiði þannig að það er um að gera að drífa sig og skrá sig.

Námskeiðstímar:

Mánudagur 12/8 17-21
Þriðjudagur 13/8 17-21
Miðvikudagur 14/8 17-21
Fimmtudagur 15/8 17-21
Mánudagur 19/8 17-21

Upplýsingar og skráning í síma 860-5530 eða með e-mail: siglingafelag@siglingafelag.is

Félagsmenn Ýmis eru minntir á félagsdaga á fimmtudögum. Þá eru bátar félagsins til reiðu fyrir félagsmenn. Secret bátarnir eru til reiðu með skipstjórum kl. 17:00. Þetta er líka tilvalið tækifæri fyrir nýja áhugasama félagsmenn að mæta skrá sig og skella sér út á sjó með vönu fólki.

www.siglingafelag.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að