Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í þriðja skipti sem skólinn fagnar sigri en síðast var það árið 2010. Í liði Lindaskóla voru Alexander Broddi Sigvaldason, Hilmir Þór Hugason, Sara Bjarkadóttir og Selma Bjarkadóttir. Varamenn voru Ásdís María Davíðsdóttir, Breki Gunnarsson og Viktor Óli Bjarkason. Þjálfarar voru íþróttakennararnir María Guðnadóttir og Lilja Íris Gunnarsdóttir. Stuðningsmenn liðsins voru einnig öflugir í að hvetja liðið áfram til sigurs.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.