• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
ritstjorn
14/02/2022
Sigvaldi Egill Lárusson.

Sigvaldi Egill Lárusson fjármála- og rekstrarstjóri Hafrannsóknastofnunar býður sig fram í 2. – 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem fram fer 12. mars næstkomandi.

Sigvaldi er 36 ára fjölskyldufaðir á Kársnesinu, er í sambúð með Hrefnu Sif Jónsdóttur framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Tix. Hann á stjúpdótturina Elmu, sem verður 8 ára í sumar og er í Kársnesskóla og soninn Lárus, en hann er að verða 3ja ára og er á leikskólanum Urðarhól. Ástæða þess að Sigvaldi býður fram þjónustu sína er brennandi áhugi á að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Að vera stöðugt að leita leiða til að gera enn betur og bæta þjónustu við íbúa bæjarins, að því er segir í tilkynningu.

„Ég tel að reynsla mín, menntun og það viðhorf að vera stöðugt að gera betur hafi fullt erindi í bæjarstjórn Kópavogs, með það að markmiði að þjónusta íbúa bæjarins sem best með þeirra hagsmuni ávallt að leiðarljósi.

Áherslumálin eru fyrst og fremst málefni fjölskyldunnar, leikskólamálin, velferðarmál og hagkvæmni og skilvirkni í rekstri með sem lægstar álögur á íbúa og fyrirtæki. Ég legg metnað í það að umgjörð og þjónusta við fjölskyldur og sérstaklega barnafólk í Kópavogi verði með besta móti og við séum stöðugt að leita leiða til að gera þar enn betur. Þannig bætum við samfélagið okkar, aukum lífsgæði hjá ungum sem öldnum og löðum til okkar fjölbreyttar fjölskyldur í bæinn. 

Ég hef starfsreynslu bæði frá einkageiranum og þeim opinbera. Ég hef starfað samanlagt í 6 ár sem fjármálastjóri hjá hinu opinbera. Þar af þrjú ár sem fjármálastjóri hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og núverandi starf mitt er fjármála- og rekstrarstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Ég er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Ég hef alltaf verið óhræddur að sækja mér aukna þekkingu og tekið ótal námskeið bæði lengri og styttri. Í dag er ég í námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun sem ég stefni á að klára í vor. Ég er einnig í stjórn faghóps straumlínustjórnunar (lean) hjá Stjórnvísi.

EfnisorðefstKosningar 2022sjálfstæðisflokkurinn
Fréttir
14/02/2022
ritstjorn

EfnisorðefstKosningar 2022sjálfstæðisflokkurinn

Meira

  • Lesa meira
    Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn

    Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Nýr meirihluti í bæjarstjórn

    Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

    Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta...

    ritstjorn 19/05/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.