Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Sigvaldi Egill Lárusson.

Sigvaldi Egill Lárusson fjármála- og rekstrarstjóri Hafrannsóknastofnunar býður sig fram í 2. – 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem fram fer 12. mars næstkomandi.

Sigvaldi er 36 ára fjölskyldufaðir á Kársnesinu, er í sambúð með Hrefnu Sif Jónsdóttur framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Tix. Hann á stjúpdótturina Elmu, sem verður 8 ára í sumar og er í Kársnesskóla og soninn Lárus, en hann er að verða 3ja ára og er á leikskólanum Urðarhól. Ástæða þess að Sigvaldi býður fram þjónustu sína er brennandi áhugi á að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Að vera stöðugt að leita leiða til að gera enn betur og bæta þjónustu við íbúa bæjarins, að því er segir í tilkynningu.

„Ég tel að reynsla mín, menntun og það viðhorf að vera stöðugt að gera betur hafi fullt erindi í bæjarstjórn Kópavogs, með það að markmiði að þjónusta íbúa bæjarins sem best með þeirra hagsmuni ávallt að leiðarljósi.

Áherslumálin eru fyrst og fremst málefni fjölskyldunnar, leikskólamálin, velferðarmál og hagkvæmni og skilvirkni í rekstri með sem lægstar álögur á íbúa og fyrirtæki. Ég legg metnað í það að umgjörð og þjónusta við fjölskyldur og sérstaklega barnafólk í Kópavogi verði með besta móti og við séum stöðugt að leita leiða til að gera þar enn betur. Þannig bætum við samfélagið okkar, aukum lífsgæði hjá ungum sem öldnum og löðum til okkar fjölbreyttar fjölskyldur í bæinn. 

Ég hef starfsreynslu bæði frá einkageiranum og þeim opinbera. Ég hef starfað samanlagt í 6 ár sem fjármálastjóri hjá hinu opinbera. Þar af þrjú ár sem fjármálastjóri hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og núverandi starf mitt er fjármála- og rekstrarstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Ég er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Ég hef alltaf verið óhræddur að sækja mér aukna þekkingu og tekið ótal námskeið bæði lengri og styttri. Í dag er ég í námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun sem ég stefni á að klára í vor. Ég er einnig í stjórn faghóps straumlínustjórnunar (lean) hjá Stjórnvísi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór