Sindri Hrafn Norðurlandameistari í spjótkasti

Sindri Hrafn er Norðurlandameistari í spjótkasti 19 ára og yngri.
Sindri Hrafn er Norðurlandameistari í spjótkasti 19 ára og yngri.
Sindri Hrafn Guðmundsson er Norðurlandameistari í spjótkasti 19 ára og yngri.

Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri fór fram í Kristiansand í Noregi nýverið. Þrettán keppendur fóru á mótið frá Íslandi. Hvert Norðurlandanna sendir tvo keppendur í grein nema Íslendingar og Danir sem senda sameiginlegt lið. Íslendingar komu heim með tvo Norðurlandameistaratitla. Sindri Hrafn Guðmundsson sigraði í spjótkasti með kasti upp á 73,77m. Hann kastaði tæpum 8 metrum lengra en næsti maður. Þetta er fjórði besti árangur hans í spjótkasti í ár en fyrir á hann þrjú lengstu köstin í heiminum í sínum aldursflokki. Hilmar Örn Jónsson sigraði í sleggjukasti. Hann kastaði 75,99m sem er einnig fjórði besti árangur hans með 6kg sleggjunni. Þórdís Eva Steinsdóttir varð þriðja í 400 m hlaupi á 55,16 sek. og bætti um leið aldursflokkametið í flokki 14 og 15 ára stúlkna. Kolbeinn Höður Gunnarsson varð annar í 400 m hlaupi á 48,45 sek. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í þriðja sæti í 200m á 21,83 sek. Guðni Valur Guðnason bætti aldursflokkametið í kringlukasti, kastaði 52,87m. Íslenska stúlknasveitin skipuð Þórdísi Evu, Þórönnu Ósk, Irmu og Ásagerði Jönu varð í þriðja sæti í 4×100 m boðhlaupi og drengjasveitin skipuð þeim Sindra Hrafni, Jóhanni Birni, Krister Blæ og Kolbeini Heði bætti aldursflokkametið í 4×100 en þeir hlupu á 42,54 sek. Frábær árangur hjá okkar unga keppnisfólki, innilega til hamingju!

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á