Sindri Hrafn Norðurlandameistari í spjótkasti

Sindri Hrafn er Norðurlandameistari í spjótkasti 19 ára og yngri.
Sindri Hrafn Guðmundsson er Norðurlandameistari í spjótkasti 19 ára og yngri.

Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri fór fram í Kristiansand í Noregi nýverið. Þrettán keppendur fóru á mótið frá Íslandi. Hvert Norðurlandanna sendir tvo keppendur í grein nema Íslendingar og Danir sem senda sameiginlegt lið. Íslendingar komu heim með tvo Norðurlandameistaratitla. Sindri Hrafn Guðmundsson sigraði í spjótkasti með kasti upp á 73,77m. Hann kastaði tæpum 8 metrum lengra en næsti maður. Þetta er fjórði besti árangur hans í spjótkasti í ár en fyrir á hann þrjú lengstu köstin í heiminum í sínum aldursflokki. Hilmar Örn Jónsson sigraði í sleggjukasti. Hann kastaði 75,99m sem er einnig fjórði besti árangur hans með 6kg sleggjunni. Þórdís Eva Steinsdóttir varð þriðja í 400 m hlaupi á 55,16 sek. og bætti um leið aldursflokkametið í flokki 14 og 15 ára stúlkna. Kolbeinn Höður Gunnarsson varð annar í 400 m hlaupi á 48,45 sek. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í þriðja sæti í 200m á 21,83 sek. Guðni Valur Guðnason bætti aldursflokkametið í kringlukasti, kastaði 52,87m. Íslenska stúlknasveitin skipuð Þórdísi Evu, Þórönnu Ósk, Irmu og Ásagerði Jönu varð í þriðja sæti í 4×100 m boðhlaupi og drengjasveitin skipuð þeim Sindra Hrafni, Jóhanni Birni, Krister Blæ og Kolbeini Heði bætti aldursflokkametið í 4×100 en þeir hlupu á 42,54 sek. Frábær árangur hjá okkar unga keppnisfólki, innilega til hamingju!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar