Sítrónukjúklingur

Hér kemur einfaldur kvöldverður sem ætti að henta öllum í fjölskyldunni, kartöflurnar verða sérlega góðar þar sem þær sjúga í sig bragðið af kryddunum og sítrónunni. Í grískum uppskriftum er gjarnan allt hráefnið eldað saman í potti eða í ofni. Þessi uppskrift er einmitt þannig, allt sett saman í stórt eldfast mót og látið eldast í ca 40 mínútur við 190 gráður.

Fyrir fjóra
4 kjúklingabringur
6 bökunarkartöflur, skornar
í báta
4 hvítlauksgeirar
1 msk oregano
1 msk timian
safi úi einni sítrónu
ólívuolía,
maldon salt og svartur pipar

Hitið ofninn, setjið bringurnar í mótið og raðið kartöflunum meðfram ásamt hvítlauk, kryddum og salti og pipar, hellið smávegis af olíunni yfir og að síðustu sítrónusafanum. Gott að hræra upp í þessu nokkrum sinnum svo kjúklingurinn eldist örugglega alveg í gegn. Passa þó að þetta sé ekki of lengi í ofninum svo bringurnar verði ekki þurrar. Þetta er síðan borið fram með brauði og salati.
Salat
Salatblöð
4 bufftómatar
1-2 rauðlaukar, látið rauðlaukinn (skorinn smátt) liggja í 2 msk af rauðvínsediki, oreganó, olíunni af fetaostinum og 1 tsk af salti í hálftíma.
2 msk rauðvínsedik
1 msk oregano
2 tsk maldon salt
ólívur eftir smekk
1 dós fetaostur eða fetakubbur.

Rífið salatið niður í skál, skerið tómatana smátt niður, setjið síðan rauðlaukinn, ólívurnar og fetaostinn yfir í restina.

Andrea Guðmundsdóttir
Andrea Guðmundsdóttir

Verði ykkur að góðu!
Andrea Guðmundsdóttir

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að