Sítrónukjúklingur

Hér kemur einfaldur kvöldverður sem ætti að henta öllum í fjölskyldunni, kartöflurnar verða sérlega góðar þar sem þær sjúga í sig bragðið af kryddunum og sítrónunni. Í grískum uppskriftum er gjarnan allt hráefnið eldað saman í potti eða í ofni. Þessi uppskrift er einmitt þannig, allt sett saman í stórt eldfast mót og látið eldast í ca 40 mínútur við 190 gráður.

Fyrir fjóra
4 kjúklingabringur
6 bökunarkartöflur, skornar
í báta
4 hvítlauksgeirar
1 msk oregano
1 msk timian
safi úi einni sítrónu
ólívuolía,
maldon salt og svartur pipar

Hitið ofninn, setjið bringurnar í mótið og raðið kartöflunum meðfram ásamt hvítlauk, kryddum og salti og pipar, hellið smávegis af olíunni yfir og að síðustu sítrónusafanum. Gott að hræra upp í þessu nokkrum sinnum svo kjúklingurinn eldist örugglega alveg í gegn. Passa þó að þetta sé ekki of lengi í ofninum svo bringurnar verði ekki þurrar. Þetta er síðan borið fram með brauði og salati.
Salat
Salatblöð
4 bufftómatar
1-2 rauðlaukar, látið rauðlaukinn (skorinn smátt) liggja í 2 msk af rauðvínsediki, oreganó, olíunni af fetaostinum og 1 tsk af salti í hálftíma.
2 msk rauðvínsedik
1 msk oregano
2 tsk maldon salt
ólívur eftir smekk
1 dós fetaostur eða fetakubbur.

Rífið salatið niður í skál, skerið tómatana smátt niður, setjið síðan rauðlaukinn, ólívurnar og fetaostinn yfir í restina.

Andrea Guðmundsdóttir
Andrea Guðmundsdóttir

Verði ykkur að góðu!
Andrea Guðmundsdóttir

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

IrisogIndra-2
Leikfélag Kópavogs
Jón Finnbogason
ygalleri
blafjoll
SVEITASTORNARKOSNINGAR
Hjalmar_Hjalmarsson
Guðmundur Ingi Kristinsson skipar 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi.
Landsbankinn