Sítrónukjúklingur

Hér kemur einfaldur kvöldverður sem ætti að henta öllum í fjölskyldunni, kartöflurnar verða sérlega góðar þar sem þær sjúga í sig bragðið af kryddunum og sítrónunni. Í grískum uppskriftum er gjarnan allt hráefnið eldað saman í potti eða í ofni. Þessi uppskrift er einmitt þannig, allt sett saman í stórt eldfast mót og látið eldast í ca 40 mínútur við 190 gráður.

Fyrir fjóra
4 kjúklingabringur
6 bökunarkartöflur, skornar
í báta
4 hvítlauksgeirar
1 msk oregano
1 msk timian
safi úi einni sítrónu
ólívuolía,
maldon salt og svartur pipar

Hitið ofninn, setjið bringurnar í mótið og raðið kartöflunum meðfram ásamt hvítlauk, kryddum og salti og pipar, hellið smávegis af olíunni yfir og að síðustu sítrónusafanum. Gott að hræra upp í þessu nokkrum sinnum svo kjúklingurinn eldist örugglega alveg í gegn. Passa þó að þetta sé ekki of lengi í ofninum svo bringurnar verði ekki þurrar. Þetta er síðan borið fram með brauði og salati.
Salat
Salatblöð
4 bufftómatar
1-2 rauðlaukar, látið rauðlaukinn (skorinn smátt) liggja í 2 msk af rauðvínsediki, oreganó, olíunni af fetaostinum og 1 tsk af salti í hálftíma.
2 msk rauðvínsedik
1 msk oregano
2 tsk maldon salt
ólívur eftir smekk
1 dós fetaostur eða fetakubbur.

Rífið salatið niður í skál, skerið tómatana smátt niður, setjið síðan rauðlaukinn, ólívurnar og fetaostinn yfir í restina.

Andrea Guðmundsdóttir
Andrea Guðmundsdóttir

Verði ykkur að góðu!
Andrea Guðmundsdóttir

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn